Sókn til nýrra starfa Össur Skarphéðinsson. skrifar 3. janúar 2009 10:12 Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli. Við þurfum að efla atvinnugreinar sem skapa gjaldeyri, ráðast í stórframkvæmdir og aðrar aðgerðir sem skapa störf meðan dýpsta lægðin gengur yfir. Samhliða vinnum við í iðnaðarráðuneytinu hörðum höndum að því að leggja grunn að nýju og fjölbreyttu atvinnulífi í framtíðinni, þar sem náttúra, þekkingarframleiðsla, afþreying og nýsköpun verða sterkar stoðir í atvinnulífi hinnar dreifðu áhættu. Sprotar morgundagsins Bætt umhverfi sprotafyrirtækja er í forgangi í iðnaðarráðuneytinu. Það birtist í að þrátt fyrir erfiðan niðurskurð í ríkisfjármálum er fjármagn til að efla sprota morgundagsins aukið umtalsvert. Tækniþróunarsjóður hefur meira fjármagn en nokkru sinni. Hann verður nú opnaður nýjum greinum einsog ferðaþjónustu og sérstakar markáætlanir unnar til að ryðja nýjum sviðum braut. Nýsköpunarsjóður er á mun traustari grunni en áður. Þýðingarmikil hraðbraut í frumkvöðlafræðum á háskólastigi er tekin til starfa. Fjögur öndvegissetur í völdum framtíðargreinum verða sett á laggir á næstu mánuðum. Mestu skiptir þó, að uppúr bankahruninu var Frumtak, sjóður sem mun hafa á fimmta milljarð til að sinna sóknarfjárfestingum í sprotafyrirtækjum, reistur til nýs lífs. Varðandi sköpun starfa er þýðingarmikið að iðnaðarráðuneytið náði samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð, sem mun gera sprotunum kleift að ráða til sín þjálfað starfsfólk úr röðum atvinnulausra. Sprotasamtökin telja að þegar við staðfestingu reglugerðar um málið muni fast að 300 manns þannig fá nýtt starf. Séu afleidd störf talin, þá er mat samtakanna að með þessum hætti verði senn til þúsund ný störf. Ég tel að þessi störf geti orðið miklu fleiri strax á þessu ári. Ótaldir eru þá möguleikar á að skapa fjölmörg störf strax á næstu misserum fyrir skapandi greinar með því að markaðssetja kvikmyndalandið Ísland, bæði á sviði auglýsingagerðar og listrænnar afþreyingar. Hærri endurgreiðslustyrkir, frjálsara regluverk og lagaákvæði sem láta stafræna eftirvinnslu njóta sama stuðnings og sjálfa framleiðsluna gætu skipt sköpum. Svipaða möguleika þarf að kanna varðandi íslenskan tónlistariðnað. Sóknarfæri í ferðaþjónustu Ein fljótvirkasta leiðin til að skapa störf og dýrmætan gjaldeyri er að efla ferðaþjónustu. Iðnaðarráðuneytið er nú á fullum skriði við að bæta innviði greinarinnar með auknu fjármagni til markaðssóknar, bættu aðgengi og uppbyggingu ferðamannastaða, eflingu rannsókna og betra skipulagi á markaðsmálum. Verulegir fjármunir hafa þannig runnið til að styðja efnilega sprota í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sérstök fjárveiting var jafnframt samþykkt til markaðsmála í landshlutunum. Nýlega ákvað svo iðnaðarráðuneytið að veita nýjum fjármunum til að styrkja innviði fjölsóttra ferðamannastaða á næsta ári, og bæta móttöku ferðamanna. Einnig er nýhafið gæðaátak sem er forsenda tekjuaukningar í greininni. Sérstakt rannsóknarsetur fyrir ferðaþjónustu er í undirbúningi í samvinnu við háskólann á Hólum. Gagnger uppstokkun á markaðsmálum greinarinnar er líka hafin þar sem ný og náin samvinna utanríkis- og iðnaðarráðuneyta verður sóknarfleygurinn. Sérhvert sendiráð á að verða að markaðsstofu fyrir ferðaþjónustuna. Um leið hafa sérstakar fjárveitingar ráðuneytisins til markaðssóknar erlendis fimmfaldast frá 2008 - þrátt fyrir niðurskurð í ríkisfjármálum. Stórframkvæmdir Skjótvirk leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi er arðsamar stórframkvæmdir sem skapa störf fyrir fjölmarga iðnaðarmenn, byggingaverkafólk, verkfræðinga og arkitekta. Undir lok árs tók ég því ákvörðun um að láta staðfesta fjárfestingarsamning vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. Hann er forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda þar. Þær munu skapa atvinnu fyrir ríflega 2.500 manns á byggingartíma, sem fellur saman við dýpstu efnahagslægðina, og mesta atvinnuleysið. Í fullreistu veri munu 650 manns starfa, og afleidd störf verða ríflega 1000. Ekki verður þörf á virkjun Neðri-Þjórsár vegna Helguvíkur, og framleiðslan rúmast innan Kýótó-sáttmálans. Landsvirkjun er jafnframt að ljúka samningum um aukna orkusölu frá Búðarhálsi til Straumsvíkur. Hún tryggir endurbætur á álverinu sem hefjast á næsta ári, og skapa störf fyrir 350-400 iðnaðarmenn, verkfræðinga og arkitekta. Öll leyfi liggja fyrir vegna virkjunar Búðarháls. Um hana gildir hins vegar sama og aðrar virkjanir að lánsfjárlínur eru helfrosnar í bili. Sama gildir um fjármagn til að þróa jarðhitasvæði sunnanlands og norðan. Skapandi lausnir Við þurfum því skapandi lausnir til að bægja frá fjármagnsskorti svo hægt sé að halda áfram skynsamlegri og umhverfisvænni orkunýtingu. Í þröngri stöðu verður að skoða allar leiðir. Ein er að freista samninga við eigendur jöklabréfa um að leggja fjármagn í arðvæn orkuvirki, sem myndi jafnhliða létta þrýstingi af gengi krónunnar. Önnur er að fela einkamarkaðnum, eða hreinlega eigendum stóriðjuvera, að taka að sér þróun einstakra orkusvæða, svo fremi þau geti sýnt fram á öflun fjármagns. Þetta er kleift í krafti nýrra orkulaga, sem hið framsýna Viðskiptablað kallaði tæran sósíalisma, en tryggir að orkulindir í eigu hins opinbera fara aldrei úr höndum þess þótt fyrirtæki á markaði fái tímabundinn rétt til orkuvinnslu. Þriðja gæti falist í samvinnu opinberra og einkafyrirtækja um öflun orku. Fleiri en eitt umhverfisvænt hátækniver hefur enn áhuga á að reisa starfsstöðvar á Íslandi fáist orka. Við eigum ekki að láta víl og bölmóð glepja okkur sýn á þau mörgu og öflugu tækifæri sem við eigum til að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Höfundur er iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Á nýju ári verða Íslendingar að bretta upp ermar, og notfæra sér þá einstöku stöðu, að þrátt fyrir djúpa heimskreppu, og bankahrun á heimaslóð eiga fáar þjóðir jafnmikla möguleika og við til að vinna sig hratt út úr kreppunni. Tækifæri okkar liggja í einstökum náttúruauðlindum, sterkum innviðum, öflugu velferðarkerfi og velmenntuðum mannafla. Þetta er undirstaða þess að á árinu 2009 geta Íslendingar snúið vörn í sókn - ef þjóðin er samstillt og samhent. Vílið og bölmóðurinn mega ekki verða að sjálfstæðu efnahagsvandamáli. Við þurfum að efla atvinnugreinar sem skapa gjaldeyri, ráðast í stórframkvæmdir og aðrar aðgerðir sem skapa störf meðan dýpsta lægðin gengur yfir. Samhliða vinnum við í iðnaðarráðuneytinu hörðum höndum að því að leggja grunn að nýju og fjölbreyttu atvinnulífi í framtíðinni, þar sem náttúra, þekkingarframleiðsla, afþreying og nýsköpun verða sterkar stoðir í atvinnulífi hinnar dreifðu áhættu. Sprotar morgundagsins Bætt umhverfi sprotafyrirtækja er í forgangi í iðnaðarráðuneytinu. Það birtist í að þrátt fyrir erfiðan niðurskurð í ríkisfjármálum er fjármagn til að efla sprota morgundagsins aukið umtalsvert. Tækniþróunarsjóður hefur meira fjármagn en nokkru sinni. Hann verður nú opnaður nýjum greinum einsog ferðaþjónustu og sérstakar markáætlanir unnar til að ryðja nýjum sviðum braut. Nýsköpunarsjóður er á mun traustari grunni en áður. Þýðingarmikil hraðbraut í frumkvöðlafræðum á háskólastigi er tekin til starfa. Fjögur öndvegissetur í völdum framtíðargreinum verða sett á laggir á næstu mánuðum. Mestu skiptir þó, að uppúr bankahruninu var Frumtak, sjóður sem mun hafa á fimmta milljarð til að sinna sóknarfjárfestingum í sprotafyrirtækjum, reistur til nýs lífs. Varðandi sköpun starfa er þýðingarmikið að iðnaðarráðuneytið náði samkomulagi við atvinnuleysistryggingasjóð, sem mun gera sprotunum kleift að ráða til sín þjálfað starfsfólk úr röðum atvinnulausra. Sprotasamtökin telja að þegar við staðfestingu reglugerðar um málið muni fast að 300 manns þannig fá nýtt starf. Séu afleidd störf talin, þá er mat samtakanna að með þessum hætti verði senn til þúsund ný störf. Ég tel að þessi störf geti orðið miklu fleiri strax á þessu ári. Ótaldir eru þá möguleikar á að skapa fjölmörg störf strax á næstu misserum fyrir skapandi greinar með því að markaðssetja kvikmyndalandið Ísland, bæði á sviði auglýsingagerðar og listrænnar afþreyingar. Hærri endurgreiðslustyrkir, frjálsara regluverk og lagaákvæði sem láta stafræna eftirvinnslu njóta sama stuðnings og sjálfa framleiðsluna gætu skipt sköpum. Svipaða möguleika þarf að kanna varðandi íslenskan tónlistariðnað. Sóknarfæri í ferðaþjónustu Ein fljótvirkasta leiðin til að skapa störf og dýrmætan gjaldeyri er að efla ferðaþjónustu. Iðnaðarráðuneytið er nú á fullum skriði við að bæta innviði greinarinnar með auknu fjármagni til markaðssóknar, bættu aðgengi og uppbyggingu ferðamannastaða, eflingu rannsókna og betra skipulagi á markaðsmálum. Verulegir fjármunir hafa þannig runnið til að styðja efnilega sprota í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Sérstök fjárveiting var jafnframt samþykkt til markaðsmála í landshlutunum. Nýlega ákvað svo iðnaðarráðuneytið að veita nýjum fjármunum til að styrkja innviði fjölsóttra ferðamannastaða á næsta ári, og bæta móttöku ferðamanna. Einnig er nýhafið gæðaátak sem er forsenda tekjuaukningar í greininni. Sérstakt rannsóknarsetur fyrir ferðaþjónustu er í undirbúningi í samvinnu við háskólann á Hólum. Gagnger uppstokkun á markaðsmálum greinarinnar er líka hafin þar sem ný og náin samvinna utanríkis- og iðnaðarráðuneyta verður sóknarfleygurinn. Sérhvert sendiráð á að verða að markaðsstofu fyrir ferðaþjónustuna. Um leið hafa sérstakar fjárveitingar ráðuneytisins til markaðssóknar erlendis fimmfaldast frá 2008 - þrátt fyrir niðurskurð í ríkisfjármálum. Stórframkvæmdir Skjótvirk leið til að draga úr tímabundnu atvinnuleysi er arðsamar stórframkvæmdir sem skapa störf fyrir fjölmarga iðnaðarmenn, byggingaverkafólk, verkfræðinga og arkitekta. Undir lok árs tók ég því ákvörðun um að láta staðfesta fjárfestingarsamning vegna allt að 360 þúsund tonna álvers í Helguvík. Hann er forsenda þess að fimm erlendir bankar veiti lán til framkvæmda þar. Þær munu skapa atvinnu fyrir ríflega 2.500 manns á byggingartíma, sem fellur saman við dýpstu efnahagslægðina, og mesta atvinnuleysið. Í fullreistu veri munu 650 manns starfa, og afleidd störf verða ríflega 1000. Ekki verður þörf á virkjun Neðri-Þjórsár vegna Helguvíkur, og framleiðslan rúmast innan Kýótó-sáttmálans. Landsvirkjun er jafnframt að ljúka samningum um aukna orkusölu frá Búðarhálsi til Straumsvíkur. Hún tryggir endurbætur á álverinu sem hefjast á næsta ári, og skapa störf fyrir 350-400 iðnaðarmenn, verkfræðinga og arkitekta. Öll leyfi liggja fyrir vegna virkjunar Búðarháls. Um hana gildir hins vegar sama og aðrar virkjanir að lánsfjárlínur eru helfrosnar í bili. Sama gildir um fjármagn til að þróa jarðhitasvæði sunnanlands og norðan. Skapandi lausnir Við þurfum því skapandi lausnir til að bægja frá fjármagnsskorti svo hægt sé að halda áfram skynsamlegri og umhverfisvænni orkunýtingu. Í þröngri stöðu verður að skoða allar leiðir. Ein er að freista samninga við eigendur jöklabréfa um að leggja fjármagn í arðvæn orkuvirki, sem myndi jafnhliða létta þrýstingi af gengi krónunnar. Önnur er að fela einkamarkaðnum, eða hreinlega eigendum stóriðjuvera, að taka að sér þróun einstakra orkusvæða, svo fremi þau geti sýnt fram á öflun fjármagns. Þetta er kleift í krafti nýrra orkulaga, sem hið framsýna Viðskiptablað kallaði tæran sósíalisma, en tryggir að orkulindir í eigu hins opinbera fara aldrei úr höndum þess þótt fyrirtæki á markaði fái tímabundinn rétt til orkuvinnslu. Þriðja gæti falist í samvinnu opinberra og einkafyrirtækja um öflun orku. Fleiri en eitt umhverfisvænt hátækniver hefur enn áhuga á að reisa starfsstöðvar á Íslandi fáist orka. Við eigum ekki að láta víl og bölmóð glepja okkur sýn á þau mörgu og öflugu tækifæri sem við eigum til að vinna okkur út úr erfiðleikunum. Höfundur er iðnaðarráðherra.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun