Áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum 24. nóvember 2009 09:48 Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur.Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar er m.a. rætt við Peter Sorrentino sem stjórnar meðal annarra eignasjóðum upp á 13,8 milljarða dollara hjá Huntington Asset Advisors í Cincinnati. „Ég fæ ekki séð afhverju álverðið er orðið svona hátt," segir Sorrentino. „Það er nóg af birgðum til staðar og eftirspurnin er enn róleg. Tengslin milli verðsins og raunveruleikans hafa rofnað."Barclays Capital spáir því að álbirgðir umfram eftirspurn í heiminum muni aukast um 29% á næsta ári eða um 1,63 milljónir tonna þar sem mesta árshækkun á áli síðan árið 1994 muni hvetja álfélög til að framleiða meira. Meðal þess sem er framundan á næsta ári er opnun stærsta álvers heimsins, Emirates Aluminium Co. Í Abu Dhabi, Í apríl og álver sem að hluta til er í eigu Norsk Hydro mun opna í Qatar í næsta mánuði.Hækkun á heimsmarkaðsverði á áli um 33% það sem af er árinu ásamt því að hrávöruvísitalan S&P GSCI vísitalan hefur hækkað um 48% á skömmum tíma valda því að áhyggjur eru um að álbóla sé hafin.Hópur 24 sérfræðinga sem Bloomberg leitaði álits hjá telur að álverðið á næsta ári mun verða 1.885 dollarar á tonnið á markaðinum í London (LME) að meðaltali. Þetta er nokkru lægra en sami hópur spáði í haust þegar hann taldi að verðið yrði í kringum 1.915 dollarar.LME álítur nú að álbirgðir heimsins nemi 4,6 milljónum tonna og hafi þær tvöfaldast á þessu ári. Þetta er meira magn en nemur ársframleiðslu áls í ríkjum Vestur-Evrópu.Þegar álverðið hrundi í fyrra í kjölfar fjármálakreppunnar brugðust margir álframleiðendur við ástandinu með því að loka álverum. Í mars á þessu ári hafði framleiðslugetan þannig minnkað um 19% m.v. við árið 2008 eða um 7,3 milljónir tonna.„Niðurskurðurinn hefur reynst tímabundinn," segir Michael Widmer forstöðumaður málmdeildar Bank of America. „Í ljósi þeirrar framleiðsluaukningar sem þegar hefur verið tilkynnt höfum við áhyggjur af því að innviðir álmarkaðarins muni áfram verða veikir."Kína mun að öllum líkindum taka við hluta af því umframmagni sem fyrirsjáanlegt er á álmarkaðinum en hagvöxtur þar í landi er enn öflugur og búist er við að hann verði 9,5% á næsta ári. Jorge Vazquez aðstoðarforstjóri fyrir áldeild Harbor Intelligence í Laredo, Texas, telur að eftirspurnin muni nema 380.000 tonnum umfram framboð á næsta ári og að álverðið verði að jafnaði 2.700 dollarar á tonnið á næsta ári.Vazquez var með næsthæsta verðið í fyrrgreindri spá sérfræðinga Bloomberg en hann sagði í apríl s.l. að verðið myndi ná 1.984 dollurum á tonnið fyrir áramótin. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Álverðið á markaðinum í London var komið í 2.057 dollara á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga í morgun. Sérfræðingar hafa nú töluverðar áhyggjur af því að álbóla sé að myndast á málmmörkuðum heimsins. Birgðastöðvar með ál liggja nú inni með nægilegt magn af málminum til þess að smíða 69.000 nýjar Boeing 747 júmbó þotur.Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar er m.a. rætt við Peter Sorrentino sem stjórnar meðal annarra eignasjóðum upp á 13,8 milljarða dollara hjá Huntington Asset Advisors í Cincinnati. „Ég fæ ekki séð afhverju álverðið er orðið svona hátt," segir Sorrentino. „Það er nóg af birgðum til staðar og eftirspurnin er enn róleg. Tengslin milli verðsins og raunveruleikans hafa rofnað."Barclays Capital spáir því að álbirgðir umfram eftirspurn í heiminum muni aukast um 29% á næsta ári eða um 1,63 milljónir tonna þar sem mesta árshækkun á áli síðan árið 1994 muni hvetja álfélög til að framleiða meira. Meðal þess sem er framundan á næsta ári er opnun stærsta álvers heimsins, Emirates Aluminium Co. Í Abu Dhabi, Í apríl og álver sem að hluta til er í eigu Norsk Hydro mun opna í Qatar í næsta mánuði.Hækkun á heimsmarkaðsverði á áli um 33% það sem af er árinu ásamt því að hrávöruvísitalan S&P GSCI vísitalan hefur hækkað um 48% á skömmum tíma valda því að áhyggjur eru um að álbóla sé hafin.Hópur 24 sérfræðinga sem Bloomberg leitaði álits hjá telur að álverðið á næsta ári mun verða 1.885 dollarar á tonnið á markaðinum í London (LME) að meðaltali. Þetta er nokkru lægra en sami hópur spáði í haust þegar hann taldi að verðið yrði í kringum 1.915 dollarar.LME álítur nú að álbirgðir heimsins nemi 4,6 milljónum tonna og hafi þær tvöfaldast á þessu ári. Þetta er meira magn en nemur ársframleiðslu áls í ríkjum Vestur-Evrópu.Þegar álverðið hrundi í fyrra í kjölfar fjármálakreppunnar brugðust margir álframleiðendur við ástandinu með því að loka álverum. Í mars á þessu ári hafði framleiðslugetan þannig minnkað um 19% m.v. við árið 2008 eða um 7,3 milljónir tonna.„Niðurskurðurinn hefur reynst tímabundinn," segir Michael Widmer forstöðumaður málmdeildar Bank of America. „Í ljósi þeirrar framleiðsluaukningar sem þegar hefur verið tilkynnt höfum við áhyggjur af því að innviðir álmarkaðarins muni áfram verða veikir."Kína mun að öllum líkindum taka við hluta af því umframmagni sem fyrirsjáanlegt er á álmarkaðinum en hagvöxtur þar í landi er enn öflugur og búist er við að hann verði 9,5% á næsta ári. Jorge Vazquez aðstoðarforstjóri fyrir áldeild Harbor Intelligence í Laredo, Texas, telur að eftirspurnin muni nema 380.000 tonnum umfram framboð á næsta ári og að álverðið verði að jafnaði 2.700 dollarar á tonnið á næsta ári.Vazquez var með næsthæsta verðið í fyrrgreindri spá sérfræðinga Bloomberg en hann sagði í apríl s.l. að verðið myndi ná 1.984 dollurum á tonnið fyrir áramótin.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira