KR hefur komist í oddaleik í síðustu fjögur skipti í svona stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2009 23:00 Pálmi Freyr Sigurgeirsson á ferðinni á móti Grindavík. Mynd/Valli KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64. Dominos-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
KR-ingar þurfa að vinna í Grindavík á morgun til að eiga möguleika á að vinna Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla því eftir 107-94 sigur Grindavíkur í DHL-Höllini geta þeir tryggt sér titilinn í Röstinni á morgun. KR-liðið hefur staðist svona pressu oft áður og hefur liðið þannig komist fjórum sinnum í röð í oddaleik þegar liðið er með bakið upp við vegginn og þarf að vinna til að forðast sumarfrí. KR-ingar hafa gefið tóninn í fyrsta leikhluta í öllum þessum fjórum leikjum en KR-liðið hefur unnið upphafsleikhlutann með samtals 40 stiga mun (96-56) í þessum sigurleikjum sem hafa allir fært liðinu oddaleik á heimavelli. Fjórir leikmenn KR-liðsins í dag hafa tekið þátt í öllum þessum fjórum leikjum undanfarin þrjú tímabil en það eru þeir Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Freyr Ingason, Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Brynjar Þór Björnsson. Það má búast við að þeir Pálmi og Darri Hilmarsson fái hugsanlega að spila meira í þessum leik en til þessa í seríunni því báðir hafa þeir spilað mjög vel þegar KR-ingar hafa tryggt sér oddaleik síðustu þrjú tímabil. Darri Hilmarsson hefur sem dæmi hitt úr 15 af 16 skotum sínum utan af velli (93,8 prósent) og skorað 38 stig á 46 mínútum. Darri hefur einnig tekið 13 fráköst á þessum tíma. Darri hefur spilað í 37 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Pálmi Freyr hefur skorað 12,8 stig að meðaltali á 29,0 mínútum í þessum leikjum þar sem hann hefur hitt úr 52,8 prósent skota sinna og öllum átta vítunum. Pálmi hefur spilað í 28 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Skarphéðinn Freyr Ingason hefur einnig hitt vel í þessum leikjum eða úr 10 af 17 skotum sínum (58,8 prósent) og hann hefur byrjað inn á í þremur af fjórum leikjanna þrátt fyrir að hafa ekki spilað í meira en 69 mínútum í þeim öllum. Skarphéðinn hefur spilað í 18 mínútur í einvíginu á móti Grindavík. Það eru liðin sex ár síðan að KR-ingum mistókst að tryggja sér oddaleik eftir að hafa átt í hættu á að tapa einvíginu. Það var í átta liða úrslitum á móti Njarðvík 2003 og vann Njarðvík 97-95. Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, þjálfaði Njarðvíkurliðið í þeim leik og Páll Kristinsson lék einnig með Njarðvík. KR-ingar í sömu stöðu og nú undanfarin ár 8 liða úrslit 2008 á móti ÍR (86-80 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 76-85 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 86-80 eftir framleningu og tryggði sér oddaleikinn. Undanúrslit 2007 á móti Snæfelli (104-80 sigur) Snæfell vann þriðja leikinn 63-61 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann fórða leikinn örugglega í Hólminum, 104-80, og sendi síðan Snæfell í sumarfrí með 76-74 sigri í framlengdum oddaleik. 8 liða úrslit 2007 á móti ÍR (87-78 sigur) ÍR vann fyrsta leikinn 65-73 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli. KR vann 87-78 og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 91-78. 8 liða úrslit 2006 á móti Snæfelli (61-61 sigur) Snæfell vann fyrsta leikinn 68-71 í DHL-Höllinni og gat slegið KR út í næsta leik á heimavelli sínum í Hólminum. KR vann 62-61 á ótrúlegri sigurkörfu Melvin Scott og tryggði sér oddaleikinn sem liðið vann 67-64.
Dominos-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira