Tvíhöfði í NFL-deildinni í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 17:41 Ben Roethlisberger og félagar í Pittsburgh Steelers verða í eldlínunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun. Erlendar Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira
Það er farið að draga til tíðinda í NFL-deildinni og í kvöld verða tveir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. Komið er að úrslitaleikjunum í Ameríku- og Þjóðardeildunum en sigurvegarar leikjanna í kvöld mætast í sjálfum úrslitaleiknum, Super Bowl, eftir tvær vikur. Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Arizona og Philadelphia og svo klukkan 23.30 frá leik Pittsburgh og Baltimore. Vísir fékk Henry Birgi Gunnarsson, sérfræðing Stöðvar 2 Sports um NFL, til að spá í spilin fyrir leiki kvöldsins: Arizona Cardinals - Philadelphia Eagles: Fólk trúir því vart enn að þessi tvö lið séu að spila í úrslitum Þjóðardeildar. Arizona aldrei komist í þennan leik áður en Eagles komist oft á undanförnum árum. Enginn átti þó von á því núna en liðið hrökk í gírinn á réttum tíma og hefur verið óstöðvandi. Liðin mættust fyrr í vetur og þá slátraði Eagles leiknum. Það hefur ekkert að segja í kvöld. Klárlega má búast við Eagles-liðinu mjög sterku en það er nánast ómögulegt að spá í hvernig Arizona mun spila. Liðið byrjaði frábærlega í deildinni en átti herfilegan endasprett og var afskráð. Öllum að óvörum hefur Arizona síðan spilað stórkostlega í úrslitunum og spurning hvað gerist í kvöld. Ef leikstjórnandi Arizona, Kurt Warner, og einn besti útherji deildarinnar, Larry Fitzgerald, ná áfram vel saman er liðið afar skeinuhætt. Eagles-vörnin er aftur á móti að spila frábærlega og veðbankar spá þeim sigri með þremur og hálfu stigi. Hér verður vonandi mikið skorað og klárlega meira en í hinum leiknum. Spái mikilli flugeldasýningu og dramatískum leik sem endar með tíu stiga sigri Eagles, 34-24.Pittsburgh Steelers - Baltimore Ravens: Þetta verður rosaleg rimma með mjög stóru R-i. Þarna mætast tvö bestu varnarlið deildarinnar og aðeins í annað sinn síðan 1970 sem tvö bestu varnarlið deildarinnar mætast í úrslitaleik deildar. Liðin eru í sama riðli og það er gríðarlegt hatur á milli þeirra. Mikið slegist og djöflast og þetta verður afar líkamlegur leikur með hrikalegum tæklingum. Steelers vann báða leikina í vetur (23-20 og 13-9) á dramatískan hátt. Það verður klárlega dramatík aftur í kvöld. Í fimm af síðustu átta leikjum liðanna hefur munurinn á liðunum verið 6 stig eða minna. Steelers var með bestu vörnina í vetur en Ravens-vörnin hefur verið betri í úrslitakeppninni og er sú vörn sem stelur flestum boltum og refsar hvað mest. Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers, þarf því að spila af varkárni í kvöld. Steelers-sóknin er klárlega betri en Ravens-sóknin sem er leidd af nýliðanum Joe Flacco. Ravens-sóknin hefur ekkert gert í úrslitakeppninni og það segir sína sögu um varnarleikinn að liðið sé komið í úrslit Ameríkudeildar. Ravens-sóknin verður að stíga upp í kvöld og mikil pressa verður á nýliðanum Flacco sem mun örugglega fá barsmíðar hjá frábærum varnarmönnum Steelers. Spái frábærum hitaleik þar sem mun sjóða upp úr. Það verður slegist. Ekkert flóknara en það. Þessi leikur fer í framlengingu sem Steelers vinnur, 16-13. Annars stórkostlegt kvöld framundan með leikjum sem venjulega eru skemmtilegri en SuperBowl-leikurinn. Það má bara ekki missa af þessu. Mæli með því að menn birgi sig upp mat og drykk og njóti veislunnar langt fram á nótt. Góða skemmtun.
Erlendar Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Sjá meira