Umbúðalaust um stráka Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 26. júní 2009 06:00 Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Drengir eru að dragast aftur úr. Það var heldur betur staðfest í frétt í Fréttablaðinu í vikunni. Þar kom fram að mun færri piltar verða teknir inn í MR (43% piltar, 57% stúlkur) og VÍ (37% piltar, 63% stúlkur) í haust. Á mannamáli þýðir þetta að tveir vinsælustu framhaldsskólarnir taka nú inn 50% fleiri stúlkur. Í okkar annars ágæta skólakerfi hefur það gerst undanfarin ár að piltar hafa kerfisbundið dregist aftur úr stúlkum. Þrátt fyrir að fleiri drengir séu í hverjum árgangi í grunnskólum hafa á undanförnum árum 50% fleiri stúlkur brautskráðst úr framhaldsskólum en drengir. Það er sláandi munur. Niðurstöður síðustu PISA-rannsóknar frá 2003, alþjóðlegrar könnunar á þekkingu og hæfni 15 ára nemenda, sýna að í engu þátttökulandi er samanburður kynjanna jafn hagstæður konum og á Íslandi. Þetta á við um allar námsgreinar sem mældar voru; stærðfræði, lestur, náttúrufræði og þrautalausnir. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður samræmdra prófa undanfarin ár. Í flestum námsgreinum auka stúlkur árangur sinn á meðan drengir standa í stað. Munurinn er mestur í tungumálum. Drengjum líður oftar verr í grunnskóla. Þeir lenda frekar í útistöðum við aðra og þjást frekar af námsleiða. Drengir fá ekki eins mikinn stuðning heima fyrir og fleiriunglingsdrengir telja námið tilgangslaust. Brottfall drengja er meira en stúlkna í framhaldsskólum. Stúlkur eru í meirihluta í háskólanámi. Staðreyndirnar skýra umbúðalaust að drengir eru að dragast aftur úr. Þeim mun með þessu áframhaldi fækka áfram í framhaldsskólum og háskólum og við munum áfram sjá stúlkur í auknum meirihluta. Einkunnir stúlkna munu áfram verða hærri en drengja og tryggja þeim aðgang að skólum að þeirra ósk. Vandamálið hefur ekki verið tekið alvarlega, hvorki af menntamálayfirvöldum né sveitarstjórnum. Lítið sem ekkert hefur verið skoðað hvaða aðgerðir valda þessari þróun. Örfáir fræðimenn, Ingólfur Gíslason öðrum fremur, hafa ljáð þessu máls. Engin sérstök átök eru í gangi hjá yfirvöldum, ekkert mat á kennsluaðferðum sem margir telja stelpumiðaðar, engin skoðun á því hvort aukið vægi vinnueinkunnar hafi neikvæð áhrif á stráka. Getur verið að afnám samræmdra prófa skekki stöðu drengja beint? Eru einstaklingsmiðaðir kennsluhættir stelpumiðaðir? Hefur okkur tekist á síðustu árum að breyta umhverfi skóla og kennslu þannig að stúlkur fá að njóta sín á kostnað drengja? Hversu langt þarf þessi þróun að ganga til að samfélagið líti á þetta sem vandamál? Ég er viss um að mæður drengja og fjölmargir kennarar hljóti að spyrja sig að því en það virðist ekki fara fram upphátt. Umræða um jafnrétti kynja hefur einskorðast við stöðu kvenna á sama tíma og það virðist síður viðeigandi að fjalla um jafnrétti út frá þeirri hugmynd að drengir skuli njóta jafnréttis. Þegar vakin er athygli á stöðu drengja draga jafnréttissinnar úr vandanum. Rökin eru að konur hafi í fjöldamörg ár háð baráttu við karla um jafnrétti og því þurfi enn sértækar aðgerðir til handa konum. Enn eru skökk hlutföll milli kynja í stjórnunarstöðum og enn er launamunur staðreynd. Það breytir þó ekki því að á sama tíma eru fyrrgreindar staðreyndir um stöðu drengja skýrar og því verður að breyta. Auðvitað á árangur drengja og stúlkna að vera sambærilegur. Auðvitað eiga að útskrifast jafnmargir drengir og stúlkur með framhaldsskólapróf. Annars gætum við ekki réttlætt neinar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna. Jafnrétti á ekki að bitna á „hinum" hópnum. Menntamálaráðherra sagði aðspurð um skökk hlutföll kynja í MR og VÍ að „drengir séu kannski að sækja í eitthvað annað nám frekar en bóklegt". Ráðherra verður að taka málinu alvarlegar en þetta. Mér er til efs að menntamálaráðherra hefði svarað spurningunni á sama hátt ef hallað hefði á stúlkur. Ef hún er jafnréttissinni ætti hún að hafa verulegar áhyggjur af 50% fleiri stúlkum útskrifuðum úr framhaldsskólum en strákum. Aðalatriðið er að í samfélaginu og skólaumhverfinu séu í boði ólíkar leiðir fyrir alla. Leiðir að settu markmiði fyrir stúlkur mega ekki vera á kostnað drengja. Ræðum stöðu beggja kynja - samtímis og á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er borgarfulltrúi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun