Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki 13. apríl 2009 18:38 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins. Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins.
Kosningar 2009 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira