Englandsbanki lækkaði stýrivexti í dag um hálft prósentustig. Þeir standa nú í 1,5 prósentum og hafa ekki verið lægri í 315 ár.
Breski seðlabankinn hefur lagt allt kapp á að koma í veg fyrir að landið lendi í kreppu af völdum verðhruns á fasteignamarkaði og annarra neikvæðra þátta og lækkað stýrivexti um þrjú prósent frá því í október, líkt og AP-fréttastofan bendir á.
Verðbólga í Bretlandi stendur nú í 4,1 prósenti. Vonast er til að hratt dragi úr henni og muni verðbólga fara undir 2,0 prósenta verðbólgumarkmið breska seðlabankans á næstu mánuðum, samkvæmt AP.