NBA í nótt: Boston vann toppslaginn í Austrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2009 11:00 LeBron James og Ray Allen ræða við einn dómara leiksins í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sjá meira
Boston vann í nótt sigur á Cleveland á heimavelli, 105-94, í toppslag Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland er þó enn í toppsætinu þrátt fyrir tapið. Þessi barátta gæti skipt gríðarmiklu máli enda ekki ólíklegt að þessi tvö lið mætast í úrslitum Austurdeildarinnar nú í vor. Þá gæti heimavallarrétturinn reynst dýrmætur en sem stendur er Cleveland með betri árangur. Það má reyndar ekki miklu muna en Cleveland er með örlítið betra sigurhlutfall - hefur unnið 48 af 61 en Boston 49 af 63. Boston hefur nú unnið tvo af þremur innbyrðisviðureignum liðanna en liðin eiga eftir að mætast einu sinni enn - á heimavelli Cleveland. Síðan að Boston byrjaði að tefla þeim Paul Pierce, Ray Allen og Kevin Garnett saman fram hefur hvorugt lið unnið hitt á útivelli. Þessi lið mættust í úrslitum Austudeildarinnar í fyrra og þá vann Boston sem var þá með heimavallarréttinn. Pierce var með 29 stig í leiknum, varamaðurinn Leon Powe 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston en Garnett var ekki með liðinu í nótt. Hann hefur misst af síðustu sjö leikjum liðsins vegna hnémeiðsla. Mo Williams var með 26 stig fyrir Cleveland og LeBron James 21 sem hefur oft spilað betur. Hann hitti aðeins úr fimm af fimmtán skotum sínum utan af velli. Miami vann Toronto, 108-102, þar sem Dwyane Wade fór á kostum. Hann var með 42 stig og hefur nú skorað meira en 40 stig í fjórum af síðustu sjö leikjum sínum - þar af hefur hann einu sinni skorað meira en 50 stig. Hann hitti úr alls 17 af 23 skotum sínum utan af velli. Hann hefur nú skorað 35,8 stig að meðaltali í leik síðan að deildin fór í frí um stjörnuleikshelgina. Miami mætir Cleveland á útivelli í kvöld og verður afar athyglisvert að fylgjast með þeim félögum Wade og LeBron James á vellinum. Þessi lið mættust síðast á mánudaginn og þá vann Cleveland þar sem James var með 42 stig en Wade 41. Orlando vann New Jersey, 105-102. Dwight Howard var með 26 stig og fimmtán fráköst. Detroit vann Golden State, 108-91. Richard Hamilton var með 22 stig en þetta var fjórði sigur Detroit í röð. Charlotte vann Atlanta, 98-91. Gerald Wallace var með 21 stig en þetta var fimmti sigur Charlotte í röð sem er metjöfnun hjá félaginu. Houston vann Phoenix, 116-112. Aaron Brooks skoraði 30 stig og setti þar með persónulegt met. Hann skorað sigurkörfuna í leiknum með því að keyra upp að körfunni fram hjá sjálfum Shaquille O'Neal. Chicago vann Milwaukee, 117-102. Ben Gordon var með 34 stig og Chicago kom sér með sigrinum upp í áttunda sæti Austurdeildarinnar. Utah vann Denver, 97-91, þar sem Deron Williams skoraði 25 stig, þar af tólf í þriðja leikhluta. Utah var á kafla nítján stigum undir í leiknum en vann að lokum sinn tíunda sigur í röð. LA Lakers vann Minnesota, 110-90. Kobe Bryant var með 23 stig og Pau Gasol 21 fyrir Lakers sem varð þar með fyrsta liðið í NBA-deildinni til að ná 50 sigurleikjum á tímabilinu. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Fleiri fréttir Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Dagskráin: Skiptiborðið á föstudegi og formúluhelgi af stað Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sjá meira