Stýrivextir og stjórnvöld Már Wolfgang Mixa skrifar 16. maí 2009 06:00 Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftirspurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verðið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undanfarinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freistinguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóðfélaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar - með þessu vaxtastigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum - núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar