Framboð Þórðar vekur heimsathygli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2009 13:59 Þórður segist eftir að skora eitt mark fyrir ÍA áður en hann hættir. Mynd/Daníel „Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira
„Þessi frétt er búinn að vera á Englandi og í þýskum miðlum. Svo var Reuters-fréttastofan að hringja líka," sagði Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður og stjórnmálamaður. Þórður hefur ákveðið að bjóða sig fram í fyrsta til þriðja sæti hjá Sjálfstæðismönnum í norðvesturkjördæmi og hefur framboð hans vakið athygli víða. Í gær var frétt um framboð Þórðar í staðarblaði í Stoke. BBC-fréttastofan var með frétt um framboðið í dag þar sem faðir Þórðar, Guðjón Þórðarson, fór fögrum orðum um son sinn. Svo hafa þýskir miðlar einnig birt fréttir af framboðinu og nú loks Reuters-fréttastofan. „Þessar fréttir hafa engin sérstök áhrif á mig enda bæta þær ekkert stöðu mína þó svo þetta sé ágætis auglýsing. Ég þarf samt sjálfur að koma mér á framfæri við fólkið sem ég vonast til að muni kjósa mig," sagði Þórður og bætti við að honum þætti vænt um að sjá að hann væri ekki gleymdur í þeim löndum sem hann hefði spilað fótbolta. „Það er alltaf gott að sjá að maður er ekki gleymdur og án þess að vera með hroka tel ég að ég hafi skilið mín spor eftir á þeim stöðum sem ég spilaði." Þórður segist alla tíð hafa verið mjög pólitískur maður og ávallt sett sig vel inn í þjóðmálin og umræðuna í þeim löndum sem hann spilaði í. En fyrir hvað stendur hann sem stjórnmálamaður? „Ég er mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á hag fjölskyldunnar. Mér fannst samt svolítið gleymast í umræðunni að til þess að bjarga heimilunum þarf að bjarga atvinnulífinu. Þarna vil ég beita mér," sagði Þórður. Tvennum sögum hefur farið af því hvort Þórður ætli að halda áfram að spila fótbolta með ÍA. „Ég er mjög lítið að æfa í augnablikinu. Ég ætlaði mér að hætta í haust en miðað við hvernig síðasta sumar fór vildi ég endurskoða þá ákvörðun og hjálpa til. Svo kemur þetta prófkjör upp og því ekki mikill tími til að æfa," sagði Þórður sem er engu að síður á því að ná stórum áfanga með ÍA. „Ég á eftir að skora eitt mark fyrir ÍA. Ég er kominn með 99 mörk í 199 leikjum fyrir ÍA og á því smá verkefni ólokið," sagði Þórður.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Sjá meira