Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 24,3 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin á þessum fyrsta viðskiptadegi ársins.
Á eftir fylgdi Bakkavör, sem hækkaði um 1,61 prósent, Icelandair Group, sem hækkaði um 0,75 prósent, og bréf Straums, sem hækkaði um 0,54 prósent.
Gengi bréfa í Eimskipafélaginu lækkaði á sama tíma um 1,6 prósent og í Össuri um 1,1 prósent.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,87 prósent og endaði í 355 stigum.