Haukar skelltu FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. mars 2009 19:24 Haukar rúlluðu yfir nágranna sína. Mynd/Stefán Haukar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana og nágrannar þeirra í FH höfðu ekkert að gera í Íslandsmeistarana í kvöld sem voru að vinna sinn ellefta leik í röð. Vísir lýsti leiknum beint og má sjá þá lýsingu hér að neðan. Leik lokið: Haukar unnu öruggan sigur á nágrönum sínum í FH, 22-17. FH náði að minnka muninn í þrjú mörk þegar liðið hóf síðari hálfleik af krafti en liðið skorti úthald og getu til að komast nær og því var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Varnarleikur Hauka gerði gæfumuninn í kvöld og skoruðu FH-ingar aldrei auðvelt mark úr uppstilltri sókn. Einnig munaði miklu um það hjá FH að Aron Pálmarsson náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins eitt mark. Elías Már skoraði sex mörk fyrir Hauka og Sigurbergur 5. Maður leiksins var Birkir Ívar Guðmundsson sem varði 26 skot í marki Hauka. Hjá FH var Bjarni Fritzson atkvæðamestur með 5 mörk og Magnús Sigmundsson varði 16 skot í markinu. 54. mín: Stuðningsmenn FH byrja að yfirgefa völlinn í kjölfarið af því að Kári Kristján kom Haukum átta mörkum yfir, 20-12. 52. mín: Forystu Hauka komin í sjö mörk á ný, 19-12, eftir fjögur Hauka mörk í röð. Úrslit leiksins eru svo gott sem ráðin. 48. mín: Birkir Ívar er að klára leikinn fyrir Hauka. Hann varði tvö hraðaupphlaup í röð og hefur varið 21 skot fyrir Íslandsmeistarana sem eru fimm mörkum yfir, 17-12. 47. mín: Haukum hefur tekist á róa taugarnar og náð fjögurra marka forystu, 16-12. 42. mín: FH hefur skorað fjögur mörk í röð, þrjú þeirra úr hraðaupphlaupum og nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og áhorfendur láta loks almennilega í sér heyra. 40. mín: Stemningin á pöllunum hefur verið léleg í kvöld en FH áhorfendur eru eitthvað að hressast en beina fyrst og fremst athyglinni að dómurum leiksins. 39. mín: Tvö hröð mörk í röð hjá FH og munurinn kominn niður í fimm mörk, 14-9, það er aldrei að vita nema að spenna nái að færast í fram að þessu daufan leik. 37. mín: Sjö marka munur, 14-7, eftir að Sigurbergur skoraði sitt fjórða mark. 35. mín: Birkir Ívar ver vítakast Guðmundar Pedersen og staðan enn 13-7. 33. mín: Leikar virðast ætla að hressast og er meiri hraði í leiknum í upphafi síðari hálfleiks ólíkt gönguboltanum í fyrri hálfleik, 13-7 32. mín: FH skorar fyrsta mark síðari hálfleiks, Bjarni Fritzson gerði það, 12-6. Hálfleikur: Sóknarleikur FH er gjörsamlega í molum og eiga leikmenn liðsins ekkert í vörn Hauka sem styrkist með hverjum leiknum. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins en sóknarleikur liðsins var slakur fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks. Freyr Brynjarsson, Sigurbergur Sveinsson og Elías Már Halldórsson hafa skorað mest í liði Hauka, þrjú mörk hver. Birkir Ívar hefur farið á kostum í markinu og varið 13 skot. Hjá FH hafa fimm leikmenn skorað eitt mark hver. Magnús Sigmundsson hefur varið sjö skot í markinu. 30. mín: Flautað hefur verið til leikhlés á Ásvöllum og eru Haukar sjö mörkum yfir, 12-5. 28. mín: Enn er helmingsmunur á liðunum, 10-5. 24. mín: Haukar hafa skorað tvö mörk í röð og náð fjögurra marka forystu, 8-4, og Elvar Erlingsson, þjálfari FH, tekur leikhlé. 21. mín: Birkir Ívar fer á kostum og hefur varið níu af þrettán skotum FH sem ratað hafa á rammann. 20. mín: FH brýtur ísinn eftir sex markalausar mínútur og minnkar muninn í tvö mörk, 6-4. 17. mín: Enn hafa aðeins 9 mörk litið dagsins ljós í Firðinum en varnir liðanna eru óhemju sterkar og hart barist. 14. mín: FH-ingar fóru illa að ráði sínu einum fleiri síðustu tvær mínúturnar og náðu ekki að skora á sama tíma og Haukar skoruðu eitt mark, 6-3. 11. mín: Magnús Sigmundsson varði þrjú skot Hauka í röð í sömu sókninni þar til Sigurbergur Sveinsson fann loks leiðina framhjá fyrrum félaga sínum, 5-3 9. mín: Aron Pálmarsson stimplar sig inn og minnkar muninn í eitt mark, 4-3. 5. mín: Hauka-vörnin er gríðarlega sterk og hafa heimamenn komist í 4-1 með þremur hraðaupphlaupsmörkum á fimm mínútum. 4. mín: Haukar komnir í 3-1 með mörkum Kára og Elíasar. Bjarni Fritzson skoraði mark FH. 3. mín: Sigurbergur Sveinsson skorar fyrsta mark leiksins, 1-0, fyrir Hauka 2. mín: Spennustigið er greinilega hátt og hefur hvorugt lið náð einhverjum takt í sinn leik 0. mín: Stórleikurinn í Hafnarfirði er rétt að hefjast og áhorfendur að týnast í húsið sem er langt frá því að vera fullt. Deyfð er yfir stemningunni en áhorfendur munu hressast er leikurinn hefst. Búið er að kynna liðin til leiks og spennan í húsinu fer vaxandi nú þegar dómarar leiksins er rétt í þann mund að flauta leikinn á. Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Haukar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana og nágrannar þeirra í FH höfðu ekkert að gera í Íslandsmeistarana í kvöld sem voru að vinna sinn ellefta leik í röð. Vísir lýsti leiknum beint og má sjá þá lýsingu hér að neðan. Leik lokið: Haukar unnu öruggan sigur á nágrönum sínum í FH, 22-17. FH náði að minnka muninn í þrjú mörk þegar liðið hóf síðari hálfleik af krafti en liðið skorti úthald og getu til að komast nær og því var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Varnarleikur Hauka gerði gæfumuninn í kvöld og skoruðu FH-ingar aldrei auðvelt mark úr uppstilltri sókn. Einnig munaði miklu um það hjá FH að Aron Pálmarsson náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins eitt mark. Elías Már skoraði sex mörk fyrir Hauka og Sigurbergur 5. Maður leiksins var Birkir Ívar Guðmundsson sem varði 26 skot í marki Hauka. Hjá FH var Bjarni Fritzson atkvæðamestur með 5 mörk og Magnús Sigmundsson varði 16 skot í markinu. 54. mín: Stuðningsmenn FH byrja að yfirgefa völlinn í kjölfarið af því að Kári Kristján kom Haukum átta mörkum yfir, 20-12. 52. mín: Forystu Hauka komin í sjö mörk á ný, 19-12, eftir fjögur Hauka mörk í röð. Úrslit leiksins eru svo gott sem ráðin. 48. mín: Birkir Ívar er að klára leikinn fyrir Hauka. Hann varði tvö hraðaupphlaup í röð og hefur varið 21 skot fyrir Íslandsmeistarana sem eru fimm mörkum yfir, 17-12. 47. mín: Haukum hefur tekist á róa taugarnar og náð fjögurra marka forystu, 16-12. 42. mín: FH hefur skorað fjögur mörk í röð, þrjú þeirra úr hraðaupphlaupum og nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og áhorfendur láta loks almennilega í sér heyra. 40. mín: Stemningin á pöllunum hefur verið léleg í kvöld en FH áhorfendur eru eitthvað að hressast en beina fyrst og fremst athyglinni að dómurum leiksins. 39. mín: Tvö hröð mörk í röð hjá FH og munurinn kominn niður í fimm mörk, 14-9, það er aldrei að vita nema að spenna nái að færast í fram að þessu daufan leik. 37. mín: Sjö marka munur, 14-7, eftir að Sigurbergur skoraði sitt fjórða mark. 35. mín: Birkir Ívar ver vítakast Guðmundar Pedersen og staðan enn 13-7. 33. mín: Leikar virðast ætla að hressast og er meiri hraði í leiknum í upphafi síðari hálfleiks ólíkt gönguboltanum í fyrri hálfleik, 13-7 32. mín: FH skorar fyrsta mark síðari hálfleiks, Bjarni Fritzson gerði það, 12-6. Hálfleikur: Sóknarleikur FH er gjörsamlega í molum og eiga leikmenn liðsins ekkert í vörn Hauka sem styrkist með hverjum leiknum. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins en sóknarleikur liðsins var slakur fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks. Freyr Brynjarsson, Sigurbergur Sveinsson og Elías Már Halldórsson hafa skorað mest í liði Hauka, þrjú mörk hver. Birkir Ívar hefur farið á kostum í markinu og varið 13 skot. Hjá FH hafa fimm leikmenn skorað eitt mark hver. Magnús Sigmundsson hefur varið sjö skot í markinu. 30. mín: Flautað hefur verið til leikhlés á Ásvöllum og eru Haukar sjö mörkum yfir, 12-5. 28. mín: Enn er helmingsmunur á liðunum, 10-5. 24. mín: Haukar hafa skorað tvö mörk í röð og náð fjögurra marka forystu, 8-4, og Elvar Erlingsson, þjálfari FH, tekur leikhlé. 21. mín: Birkir Ívar fer á kostum og hefur varið níu af þrettán skotum FH sem ratað hafa á rammann. 20. mín: FH brýtur ísinn eftir sex markalausar mínútur og minnkar muninn í tvö mörk, 6-4. 17. mín: Enn hafa aðeins 9 mörk litið dagsins ljós í Firðinum en varnir liðanna eru óhemju sterkar og hart barist. 14. mín: FH-ingar fóru illa að ráði sínu einum fleiri síðustu tvær mínúturnar og náðu ekki að skora á sama tíma og Haukar skoruðu eitt mark, 6-3. 11. mín: Magnús Sigmundsson varði þrjú skot Hauka í röð í sömu sókninni þar til Sigurbergur Sveinsson fann loks leiðina framhjá fyrrum félaga sínum, 5-3 9. mín: Aron Pálmarsson stimplar sig inn og minnkar muninn í eitt mark, 4-3. 5. mín: Hauka-vörnin er gríðarlega sterk og hafa heimamenn komist í 4-1 með þremur hraðaupphlaupsmörkum á fimm mínútum. 4. mín: Haukar komnir í 3-1 með mörkum Kára og Elíasar. Bjarni Fritzson skoraði mark FH. 3. mín: Sigurbergur Sveinsson skorar fyrsta mark leiksins, 1-0, fyrir Hauka 2. mín: Spennustigið er greinilega hátt og hefur hvorugt lið náð einhverjum takt í sinn leik 0. mín: Stórleikurinn í Hafnarfirði er rétt að hefjast og áhorfendur að týnast í húsið sem er langt frá því að vera fullt. Deyfð er yfir stemningunni en áhorfendur munu hressast er leikurinn hefst. Búið er að kynna liðin til leiks og spennan í húsinu fer vaxandi nú þegar dómarar leiksins er rétt í þann mund að flauta leikinn á.
Olís-deild karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira