Haukar skelltu FH Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. mars 2009 19:24 Haukar rúlluðu yfir nágranna sína. Mynd/Stefán Haukar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana og nágrannar þeirra í FH höfðu ekkert að gera í Íslandsmeistarana í kvöld sem voru að vinna sinn ellefta leik í röð. Vísir lýsti leiknum beint og má sjá þá lýsingu hér að neðan. Leik lokið: Haukar unnu öruggan sigur á nágrönum sínum í FH, 22-17. FH náði að minnka muninn í þrjú mörk þegar liðið hóf síðari hálfleik af krafti en liðið skorti úthald og getu til að komast nær og því var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Varnarleikur Hauka gerði gæfumuninn í kvöld og skoruðu FH-ingar aldrei auðvelt mark úr uppstilltri sókn. Einnig munaði miklu um það hjá FH að Aron Pálmarsson náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins eitt mark. Elías Már skoraði sex mörk fyrir Hauka og Sigurbergur 5. Maður leiksins var Birkir Ívar Guðmundsson sem varði 26 skot í marki Hauka. Hjá FH var Bjarni Fritzson atkvæðamestur með 5 mörk og Magnús Sigmundsson varði 16 skot í markinu. 54. mín: Stuðningsmenn FH byrja að yfirgefa völlinn í kjölfarið af því að Kári Kristján kom Haukum átta mörkum yfir, 20-12. 52. mín: Forystu Hauka komin í sjö mörk á ný, 19-12, eftir fjögur Hauka mörk í röð. Úrslit leiksins eru svo gott sem ráðin. 48. mín: Birkir Ívar er að klára leikinn fyrir Hauka. Hann varði tvö hraðaupphlaup í röð og hefur varið 21 skot fyrir Íslandsmeistarana sem eru fimm mörkum yfir, 17-12. 47. mín: Haukum hefur tekist á róa taugarnar og náð fjögurra marka forystu, 16-12. 42. mín: FH hefur skorað fjögur mörk í röð, þrjú þeirra úr hraðaupphlaupum og nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og áhorfendur láta loks almennilega í sér heyra. 40. mín: Stemningin á pöllunum hefur verið léleg í kvöld en FH áhorfendur eru eitthvað að hressast en beina fyrst og fremst athyglinni að dómurum leiksins. 39. mín: Tvö hröð mörk í röð hjá FH og munurinn kominn niður í fimm mörk, 14-9, það er aldrei að vita nema að spenna nái að færast í fram að þessu daufan leik. 37. mín: Sjö marka munur, 14-7, eftir að Sigurbergur skoraði sitt fjórða mark. 35. mín: Birkir Ívar ver vítakast Guðmundar Pedersen og staðan enn 13-7. 33. mín: Leikar virðast ætla að hressast og er meiri hraði í leiknum í upphafi síðari hálfleiks ólíkt gönguboltanum í fyrri hálfleik, 13-7 32. mín: FH skorar fyrsta mark síðari hálfleiks, Bjarni Fritzson gerði það, 12-6. Hálfleikur: Sóknarleikur FH er gjörsamlega í molum og eiga leikmenn liðsins ekkert í vörn Hauka sem styrkist með hverjum leiknum. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins en sóknarleikur liðsins var slakur fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks. Freyr Brynjarsson, Sigurbergur Sveinsson og Elías Már Halldórsson hafa skorað mest í liði Hauka, þrjú mörk hver. Birkir Ívar hefur farið á kostum í markinu og varið 13 skot. Hjá FH hafa fimm leikmenn skorað eitt mark hver. Magnús Sigmundsson hefur varið sjö skot í markinu. 30. mín: Flautað hefur verið til leikhlés á Ásvöllum og eru Haukar sjö mörkum yfir, 12-5. 28. mín: Enn er helmingsmunur á liðunum, 10-5. 24. mín: Haukar hafa skorað tvö mörk í röð og náð fjögurra marka forystu, 8-4, og Elvar Erlingsson, þjálfari FH, tekur leikhlé. 21. mín: Birkir Ívar fer á kostum og hefur varið níu af þrettán skotum FH sem ratað hafa á rammann. 20. mín: FH brýtur ísinn eftir sex markalausar mínútur og minnkar muninn í tvö mörk, 6-4. 17. mín: Enn hafa aðeins 9 mörk litið dagsins ljós í Firðinum en varnir liðanna eru óhemju sterkar og hart barist. 14. mín: FH-ingar fóru illa að ráði sínu einum fleiri síðustu tvær mínúturnar og náðu ekki að skora á sama tíma og Haukar skoruðu eitt mark, 6-3. 11. mín: Magnús Sigmundsson varði þrjú skot Hauka í röð í sömu sókninni þar til Sigurbergur Sveinsson fann loks leiðina framhjá fyrrum félaga sínum, 5-3 9. mín: Aron Pálmarsson stimplar sig inn og minnkar muninn í eitt mark, 4-3. 5. mín: Hauka-vörnin er gríðarlega sterk og hafa heimamenn komist í 4-1 með þremur hraðaupphlaupsmörkum á fimm mínútum. 4. mín: Haukar komnir í 3-1 með mörkum Kára og Elíasar. Bjarni Fritzson skoraði mark FH. 3. mín: Sigurbergur Sveinsson skorar fyrsta mark leiksins, 1-0, fyrir Hauka 2. mín: Spennustigið er greinilega hátt og hefur hvorugt lið náð einhverjum takt í sinn leik 0. mín: Stórleikurinn í Hafnarfirði er rétt að hefjast og áhorfendur að týnast í húsið sem er langt frá því að vera fullt. Deyfð er yfir stemningunni en áhorfendur munu hressast er leikurinn hefst. Búið er að kynna liðin til leiks og spennan í húsinu fer vaxandi nú þegar dómarar leiksins er rétt í þann mund að flauta leikinn á. Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Haukar eru hreinlega óstöðvandi þessa dagana og nágrannar þeirra í FH höfðu ekkert að gera í Íslandsmeistarana í kvöld sem voru að vinna sinn ellefta leik í röð. Vísir lýsti leiknum beint og má sjá þá lýsingu hér að neðan. Leik lokið: Haukar unnu öruggan sigur á nágrönum sínum í FH, 22-17. FH náði að minnka muninn í þrjú mörk þegar liðið hóf síðari hálfleik af krafti en liðið skorti úthald og getu til að komast nær og því var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi enda. Varnarleikur Hauka gerði gæfumuninn í kvöld og skoruðu FH-ingar aldrei auðvelt mark úr uppstilltri sókn. Einnig munaði miklu um það hjá FH að Aron Pálmarsson náði sér aldrei á strik og skoraði aðeins eitt mark. Elías Már skoraði sex mörk fyrir Hauka og Sigurbergur 5. Maður leiksins var Birkir Ívar Guðmundsson sem varði 26 skot í marki Hauka. Hjá FH var Bjarni Fritzson atkvæðamestur með 5 mörk og Magnús Sigmundsson varði 16 skot í markinu. 54. mín: Stuðningsmenn FH byrja að yfirgefa völlinn í kjölfarið af því að Kári Kristján kom Haukum átta mörkum yfir, 20-12. 52. mín: Forystu Hauka komin í sjö mörk á ný, 19-12, eftir fjögur Hauka mörk í röð. Úrslit leiksins eru svo gott sem ráðin. 48. mín: Birkir Ívar er að klára leikinn fyrir Hauka. Hann varði tvö hraðaupphlaup í röð og hefur varið 21 skot fyrir Íslandsmeistarana sem eru fimm mörkum yfir, 17-12. 47. mín: Haukum hefur tekist á róa taugarnar og náð fjögurra marka forystu, 16-12. 42. mín: FH hefur skorað fjögur mörk í röð, þrjú þeirra úr hraðaupphlaupum og nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og áhorfendur láta loks almennilega í sér heyra. 40. mín: Stemningin á pöllunum hefur verið léleg í kvöld en FH áhorfendur eru eitthvað að hressast en beina fyrst og fremst athyglinni að dómurum leiksins. 39. mín: Tvö hröð mörk í röð hjá FH og munurinn kominn niður í fimm mörk, 14-9, það er aldrei að vita nema að spenna nái að færast í fram að þessu daufan leik. 37. mín: Sjö marka munur, 14-7, eftir að Sigurbergur skoraði sitt fjórða mark. 35. mín: Birkir Ívar ver vítakast Guðmundar Pedersen og staðan enn 13-7. 33. mín: Leikar virðast ætla að hressast og er meiri hraði í leiknum í upphafi síðari hálfleiks ólíkt gönguboltanum í fyrri hálfleik, 13-7 32. mín: FH skorar fyrsta mark síðari hálfleiks, Bjarni Fritzson gerði það, 12-6. Hálfleikur: Sóknarleikur FH er gjörsamlega í molum og eiga leikmenn liðsins ekkert í vörn Hauka sem styrkist með hverjum leiknum. Haukar skoruðu fjögur síðustu mörk hálfleiksins en sóknarleikur liðsins var slakur fyrstu 20 mínútur fyrri hálfleiks. Freyr Brynjarsson, Sigurbergur Sveinsson og Elías Már Halldórsson hafa skorað mest í liði Hauka, þrjú mörk hver. Birkir Ívar hefur farið á kostum í markinu og varið 13 skot. Hjá FH hafa fimm leikmenn skorað eitt mark hver. Magnús Sigmundsson hefur varið sjö skot í markinu. 30. mín: Flautað hefur verið til leikhlés á Ásvöllum og eru Haukar sjö mörkum yfir, 12-5. 28. mín: Enn er helmingsmunur á liðunum, 10-5. 24. mín: Haukar hafa skorað tvö mörk í röð og náð fjögurra marka forystu, 8-4, og Elvar Erlingsson, þjálfari FH, tekur leikhlé. 21. mín: Birkir Ívar fer á kostum og hefur varið níu af þrettán skotum FH sem ratað hafa á rammann. 20. mín: FH brýtur ísinn eftir sex markalausar mínútur og minnkar muninn í tvö mörk, 6-4. 17. mín: Enn hafa aðeins 9 mörk litið dagsins ljós í Firðinum en varnir liðanna eru óhemju sterkar og hart barist. 14. mín: FH-ingar fóru illa að ráði sínu einum fleiri síðustu tvær mínúturnar og náðu ekki að skora á sama tíma og Haukar skoruðu eitt mark, 6-3. 11. mín: Magnús Sigmundsson varði þrjú skot Hauka í röð í sömu sókninni þar til Sigurbergur Sveinsson fann loks leiðina framhjá fyrrum félaga sínum, 5-3 9. mín: Aron Pálmarsson stimplar sig inn og minnkar muninn í eitt mark, 4-3. 5. mín: Hauka-vörnin er gríðarlega sterk og hafa heimamenn komist í 4-1 með þremur hraðaupphlaupsmörkum á fimm mínútum. 4. mín: Haukar komnir í 3-1 með mörkum Kára og Elíasar. Bjarni Fritzson skoraði mark FH. 3. mín: Sigurbergur Sveinsson skorar fyrsta mark leiksins, 1-0, fyrir Hauka 2. mín: Spennustigið er greinilega hátt og hefur hvorugt lið náð einhverjum takt í sinn leik 0. mín: Stórleikurinn í Hafnarfirði er rétt að hefjast og áhorfendur að týnast í húsið sem er langt frá því að vera fullt. Deyfð er yfir stemningunni en áhorfendur munu hressast er leikurinn hefst. Búið er að kynna liðin til leiks og spennan í húsinu fer vaxandi nú þegar dómarar leiksins er rétt í þann mund að flauta leikinn á.
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira