Fótbolti

Podolski bjóst við að enda úti í kuldanum

Podolski fær líklega lítið að spila fram á vorið
Podolski fær líklega lítið að spila fram á vorið NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Lukas Podolski hjá Bayern Munchen segir að það komi sér lítið á óvart að hann hafi verið settur út í kuldann hjá liðinu eftir að hann samþykkti að ganga í raðir gamla liðsins síns Köln í sumar.

Þýski landsliðsmaðurinn hafði raunar verið úti í kuldanum hjá liðinu áður en félagaskiptin voru samþykkt og því kom það honum ekki á óvart að fá ekki einu sinni sæti í leikmannahópnum fyrir leikinn gegn Hertha um helgina.

"Ég er mjög vonsvikinn að hafa ekki verið í hópnum gegn Hertha," sagði Podolski í samtali við fjölmiðla í Köln. "En ég var ekki hissa á ákvörðun þjálfarans. Ég er kominn í fínt stand til að spila og hef verið í góðu formi lengi og hefði því geta tekið þátt í leiknum," sagði Podolski.

Hann lýsti því jafnframt yfir að hann hefði engan áhuga á að leika fyrir varalið Bayern.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×