Segir að Írland og Grikkland gætu yfirgefið evrusamstarfið 15. desember 2009 10:54 Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gjaldmiðlasérfræðingar Standard Bank telja að allar líkur á að Írland og Grikkland muni yfirgefa evrusamstarfið fyrir lok næsta árs. Bæði löndin séu nú í „óþolandi" efnahagsaðstæðum. Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni er haft eftir Steve Barrow forstjóra gjaldmiðladeildar Standard Bank að lönd eins og Írlandi og Grikkland gætu ekki átt möguleika á því að vaxta út úr kreppunni. Það sem einkum vekur áhyggjur er hin mikli vaxtamunur sem orðinn er á ríkisskuldabréfum Grikkja og Íra samanborið við Þýskaland. Vextir á grískum ríkisskuldabréfum gætu orðið 4% hærri en á þýskum á næsta ári en sem stendur er munurinn 2,1%. Á síðustu fimm árum var þessi munur 0,67% að jafnaði. Líkur eru á að munurinn vaxi einnig milli Írlands og Þýskalands og að hann verði 3% á næsta ári en í dag er hann 1,7%. Hinn mikli munur eykur vaxtabyrðina hjá Grikkjum og Írum en þessar þjóðir eiga ekki möguleika á að fella gengi gjaldmiðla sinna til að mæta honum. Munurinn er talinn meira eyðileggjandi fyrir efnahag Grikkja og Íra en þrýstingur á gengið, að mati Standard Bank. Fjármálaráðherra Íra gefur lítið fyrir þá hugmynd að landið yfirgefi evrusamstarfið og segir slíkt álíka líklegt og að Texas segi sig frá dollaranum. Gríski forsætisráðherran tekur í sama streng og segir engar líkur á að Grikkir leggi niður evruna.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira