Körfubolti

Tveir lykilleikmenn ekki með kvennalandsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir.
Hildur Sigurðardóttir. Mynd/Arnþór

Tveir af bestu bakvörðum landsins í kvennakörfunni, Hildur Sigurðardóttir í KR og Pálína Gunnlaugsdóttir í Keflavík, verða ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Kýpur. Þetta kom fram á karfan.is.

Hildur ætlar að taka sér frí frá landsliðinu á meðan hún er að ná skrokknum í lag eftir erfitt tímabil en Pálína er ófrísk og missir því skiljanlega af verkefnum ársins. Hildur segir í samtalið við Karfan.is að hún sé ekki búin að ákveða það hvort hún verði með landsliðinu í Evrópukeppninni í haust.

Hildur Sigurðardóttir hefur leikið alla leiki A-landsliðs kvenna frá árinu 2000 nema einn. Þetta verður því í fyrsta sinn í tíu ár sem landsliðinu leikur tvo leiki í röð án Hildar. Hildur hefur alls leikið 61. landsleik og er önnur leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.

Pálína hefur verið fastamaður í landsliðinu undanfarin þrjú ár og var búin að vera í byrjunarliðinu í síðustu 9 landsleikjum. Pálína hefur alls leikið fimmtán landsleiki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×