Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir Evrópu 21. október 2009 10:48 „Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að það sem valdi evrópskum stjórnvöldum hvað mestum áhyggjum í þessari gengisþróun milli evrunnar og dollarans er að Kínverjar hafa naglfest gengi yuansins gagnvart dollaranum í meira en ár og hafa hægt og hljóðlega hagnast gífurlega á þeirri festingu. Fram kemur í fréttinni að í september einum hafi gjaldeyrisvaraforði Kínverja aukist um 68 milljarða dollara af þessum sökum. Nýjum gjaldeyrisbirgðum Kínverja eru síðan breytt í evruskuldabréf með þeim afleiðingum að evran styrkist. Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands segir að það sé óþolandi að Evrópa skuli borga verðið fyrir framangreinda tengingu yuansins við dollarann. „Við viljum sterkan dollara og höfum ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri," sagði Lagarde eftir fund Eurogroup í vikunni. Viðskiptajöfnuðurinn milli Evrópu og Kína var hagstæður Kinverjum um 169 milljarða dollara á síðasta ári. Fram kemur í fréttinni að Evrópa og Japan er nú einu svæðin í heiminum sem ekki hafa gripið til þess ráðs að fella gengi gjaldmiðla sinna í yfirstandandi fjármálakreppu. Jean-Claude Trichet forstjóri Evrópska seðlabankans kom óvænt á Eurogroup fundinn s.l. mánudag og varaði við "óreiðu" í gjaldmiðlahreyfingum. Yfirvöld beggja vegna Atlantshafsins væru nú að fylgjast með mörkuðunum. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Evran í 1.50 dollara er stórslys fyrir efnhag Evrópu og iðnað álfunnar," segir Heri Guaino hægri hönd Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Evran hefur hækkað um 15% gagnvart dollaranum frá því í mars s.l. og í gærdag fór hún í 1.50 dollara um skamma stund. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að það sem valdi evrópskum stjórnvöldum hvað mestum áhyggjum í þessari gengisþróun milli evrunnar og dollarans er að Kínverjar hafa naglfest gengi yuansins gagnvart dollaranum í meira en ár og hafa hægt og hljóðlega hagnast gífurlega á þeirri festingu. Fram kemur í fréttinni að í september einum hafi gjaldeyrisvaraforði Kínverja aukist um 68 milljarða dollara af þessum sökum. Nýjum gjaldeyrisbirgðum Kínverja eru síðan breytt í evruskuldabréf með þeim afleiðingum að evran styrkist. Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands segir að það sé óþolandi að Evrópa skuli borga verðið fyrir framangreinda tengingu yuansins við dollarann. „Við viljum sterkan dollara og höfum ítrekað komið þeim sjónarmiðum á framfæri," sagði Lagarde eftir fund Eurogroup í vikunni. Viðskiptajöfnuðurinn milli Evrópu og Kína var hagstæður Kinverjum um 169 milljarða dollara á síðasta ári. Fram kemur í fréttinni að Evrópa og Japan er nú einu svæðin í heiminum sem ekki hafa gripið til þess ráðs að fella gengi gjaldmiðla sinna í yfirstandandi fjármálakreppu. Jean-Claude Trichet forstjóri Evrópska seðlabankans kom óvænt á Eurogroup fundinn s.l. mánudag og varaði við "óreiðu" í gjaldmiðlahreyfingum. Yfirvöld beggja vegna Atlantshafsins væru nú að fylgjast með mörkuðunum.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira