Bandaríski bílaframleiðandinn Ford stefnir á að selja sænska bílaframleiðandann Volvo til kínversks fyrirtækis. Skrifað hefur verið undir bráðabirgðasamkomulag við Geely bílaverksmiðjurnar og er búist við að skrifað verði undir snemma á nýju ári. Verðmiðinn hefur ekki verið gerður opinber en búist er við því að Kínverjarnir þurfi að borga allt að tveimur milljörðum bandaríkjadala fyrir hið sögufræga merki.
Vilja selja Volvo til Kína
