Bankastjóri FIH: 50 danskir bankar hverfa á 2 árum 7. september 2009 12:23 Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Henrik Sjøgreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku segir að reikna megi með að 50 bankar hverfi sem sjálfstæðar stofnanir á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í viðtali við Sjøgreen í Ökonomisk Ugebrev. „Við erum með um 130 fjármálastofnanir í Danmörku í dag. Ég tel að þeim muni fækka um 40% á næstu 24 mánuðum," segir Sjøgreen en álit sitt byggir hann á greiningu sem gerð hefur verið á vegum FIH um þróunina á danska bankamarkaðinum næstu árin. Ekki er um að ræða að þessi fjöldi banka leggist af heldur er reiknað með miklum samruna í bankageiranum danska á næstu árum. Raunar er þessi samruni þegar hafinn af töluverðum krafti og er það ein af afleiðingum fjármálakreppunnar. Sjøgreen telur að þessi samruni muni ekki aðeins felast í því að stærri bankar yfirtaki þá sem minni eru þótt slíkt hafi verið algengast undanfarna mánuði. Hinsvegar kemur fram í fyrrgreindri greiningu að samruni stærri stofnanna gangi enn hægt en líkur séu á að sú þróun færist í aukanna næstu tvö árin. Peter Engberg Jensen forstjóri Nykredit er sammála Sjøgreen hvað þetta varðar. "Það sem við höfum séð hingað til er samruni sem er tilkominn vegna neyðarástands," segir Jensen. "Nú erum við komin inn á tímabil þar sem bankapakkarnir virka, stoðirnar eru orðnar traustari og þá fara menn að íhuga samruna með langtímamarkmið í huga. Það er því eðlilegt og raunar nauðsynlegt að fjármálastofnanir fari að taka tillit til þessarar þróunnar." Eins og kunnugt er komst FIH bankinn í eigu íslenskra stjórnvalda í bankahruninu s.l. haust.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira