Landsbanki og Glitnir meðal kröfuhafa í Centerplan 27. mars 2009 14:18 Landsbankinn og Glitnir eru meðal kröfuhafa í þrotabú Centerplan í Danmörku. Skiptastjórar í þrotabúi Roskilde Bank eru nú að íhuga að kæra fyrrum forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Íslensku bankarnir eru í hópi nokkurs fjölda evrópskra banka á borð við HSH og Hyporeal í Þýskalandi, SNS í Hollandi, DnB Nord í Noregi og hinum danska Fionia Bank. Samtals nema kröfur þessara banka og annarra hátt í fjórum milljörðum danskra kr. eða nær 80 milljörðum kr. Centerplan er fasteignafélag sem varð gjaldþrota þann 16. desember s.l. Félagið var annar af tveimur stærstu viðskiptavinum Roskilde bank en sá banki varð gjaldþrota fyrir rúmum mánuði síðan. Í frétt á börsen.dk segir að einn af þremur skiptastjórum í þrotabúi Roskilde Bank, lögmaðurinn Pernille Bigaard, sé um það bil að kæra Carsten Leveau forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Centerplan var með lánaramma upp á 815 milljónir danskra kr. hjá Roskilde Bank. Bigaard segir að kæran muni beinast beint að Leveau en ekki Centerplan. „Ég er að vinna að þessari kæru í augnablikinu en fyrr en við skiptastjórarnir höfum skoðað málið vandlega og farið yfir það get ég ekki sagt meira um málið," segir Bigaard. Meðal fyrirhugaðra verka Centerplan var mikil turnbygging á Scala-torginu rétt hjá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Landsbankinn og Glitnir eru meðal kröfuhafa í þrotabú Centerplan í Danmörku. Skiptastjórar í þrotabúi Roskilde Bank eru nú að íhuga að kæra fyrrum forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Íslensku bankarnir eru í hópi nokkurs fjölda evrópskra banka á borð við HSH og Hyporeal í Þýskalandi, SNS í Hollandi, DnB Nord í Noregi og hinum danska Fionia Bank. Samtals nema kröfur þessara banka og annarra hátt í fjórum milljörðum danskra kr. eða nær 80 milljörðum kr. Centerplan er fasteignafélag sem varð gjaldþrota þann 16. desember s.l. Félagið var annar af tveimur stærstu viðskiptavinum Roskilde bank en sá banki varð gjaldþrota fyrir rúmum mánuði síðan. Í frétt á börsen.dk segir að einn af þremur skiptastjórum í þrotabúi Roskilde Bank, lögmaðurinn Pernille Bigaard, sé um það bil að kæra Carsten Leveau forstjóra Centerplan til lögreglunnar. Centerplan var með lánaramma upp á 815 milljónir danskra kr. hjá Roskilde Bank. Bigaard segir að kæran muni beinast beint að Leveau en ekki Centerplan. „Ég er að vinna að þessari kæru í augnablikinu en fyrr en við skiptastjórarnir höfum skoðað málið vandlega og farið yfir það get ég ekki sagt meira um málið," segir Bigaard. Meðal fyrirhugaðra verka Centerplan var mikil turnbygging á Scala-torginu rétt hjá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira