Frábærir leikmenn sem ég skil eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2009 07:00 Óskar Bjarni Óskarsson og Guðmundur Guðmundsson á hliðarlínunni í leik með íslenska landsliðinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Valli Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því." Íslenski handboltinn Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða sautján leikmenn voru valdir í landslið Íslands fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í næsta mánuði. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir það alltaf erfitt að standa að þessu vali en að mörgu sé að huga. „Þetta er alltaf jafn erfitt. Það eru alltaf einhverjir sem sitja eftir með sárt ennið og það eru margir frábærir leikmenn sem ég þurfti að skilja eftir. En þeir banka fast á landsliðsdyrnar," segir Guðmundur við Fréttablaðið. Margir leikmenn sem hafa verið viðloðandi landsliðshópinn þurfa nú að sitja eftir. Meðal þeirra má nefna Ragnar Óskarsson, Heiðmar Felixson, Hannes Jón Jónsson, Rúnar Kárason og Sigurberg Sveinsson. „Ég var lengi að velja hópinn enda er margt sem maður þarf að hafa í huga. Ég þarf að skoða heildarmyndina - bæði vörn og sókn. Við erum í þeirri stöðu að skipta út tveimur leikmönnum á milli varnar og sóknar og þá eru ýmsar varnarpælingar sem þurfa að koma heim og saman." Þó eru ekki allir í landsliðshópnum algerlega lausir við meiðsli. Logi Geirsson er nýbúinn að stíga upp úr erfiðum og langvarandi meiðslum og þá var Þórir Ólafsson nýlega frá. Þá getur Arnór Atlason ekki enn spilað heilan leik vegna sinna meiðsla. „Logi ber sig vel en er vissulega ákveðið spurningarmerki. Það verður bara að koma í ljós með hann eins og hina. Það er alltaf þannig að einhverjir leikmenn eru ýmist að koma úr meiðslum eða að glíma við meiðsli. Það verður seint þannig að allir verða heilir," segir Guðmundur. „En þetta er hópurinn sem ég valdi nú. Ég vona að ég þurfi ekki að gera margar breytingar en ef eitthvað annað kemur í ljós munum við bregðast við því." Guðmundur má vera með sextán manns á leikskýrslu þegar mótið hefst hinn 19. janúar næstkomandi. Enn er óvíst hvort sautjándi maðurinn verði skilinn eftir heima eða komi með út. „Ég reikna frekar með því að fara út með sextán leikmenn en það er enn óvíst. Það er einnig nýtt að liðin mega nú skipta út tveimur leikmönnum áður en milliriðlakeppnin hefst. Það gerir það að verkum að ég er með varaplan. Það eru menn sem ég horfi til sem gætu komið inn ef á þyrfti að halda," segir Guðmundur. Fyrr í mánuðinum skilaði hann inn lista með nöfnum 28 leikmanna og er honum einungis heimilt að kalla inn leikmenn af þeim lista ef þess gerist þörf. „En ég vil ekki taka of stóran hóp með mér út því þetta er svo stuttur tími. Ég get þar að auki ekki haft endalaust marga leikmenn á æfingum til að baktryggja mig fyrir öllu mögulegu. Ég hef trú á því að þessir leikmenn muni klára mótið en ef eitthvað breytist munum við bregðast við því."
Íslenski handboltinn Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira