Snæfell tryggði sér leik í Hólminum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2009 15:05 Sigurður Þorvaldsson átti stórleik í dag og skoraði 23 stig. Mynd/Stefán Snæfell vann í dag sigur á Grindavík, 104-97, í tvíframlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Þar með minnkaði forysta Grindavíkur í rimmunni í 2-1 og liðin mætast í fjórða leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn. Grindavík lék skelfilega fyrstu þrjá leikhlutana í dag og skoraði ekki nema 43 stig fyrstu 30 mínúturnar. Snæfellingar voru ekki að spila mikið betur og mistókst að nýta sér þau fjölmörgu tækifæri sem þeir fengu til að stinga af. Það kom svo á daginn að Grindavík fór að hitta í fjórða leikhluta og átti möguleika á að tryggja sér sigurinn í blálokin. Svo fór ekki og þurfti því að framlengja leikinn. Í annarri framlengingu náðu gestirnir að síga aftur fram úr og tryggja sér þar með dýrmætan sigur. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: Grindavík - Snæfell 97-104 Síiðustu sekúndurnar líða og Snæfellingar standast pressuna á vítalínunni. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig, Hlynur Bæringsson 21 (17 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 20 og Magni Hafsteinsson sautján. Lucious Wagner með tólf. Hjá Grindvaík var Helgi Jónas Guðfinsson með 22 stig, Nick Bradford 21 (20 fráköst), Þorleifur Ólafsson 15 og Arnar Freyr 10 (10 stoðsendingar)2. framlenging: Grindavík - Snæfell 94-102 (0:25 eftir) Grindvíkingar minnka þetta í fimm af vítalínunni en Wagner fær að keyra upp að körfunni og eykur muninn aftur í sjö. Svo er brotið á Magna og hann fer á vítalínuna. Setur annað niður. Þetta er búið.2. framlenging: Grindavík - Snæfell 90-97 (1:18 eftir) Björn Brynjólfsson setur niður þrist og minnkar muninn í fimm stig. Snæfell svarar hinum megin. Tíminn er að hlaupa frá heimamönnum.2. framlenging: Grindavík - Snæfell 87-95 (1:57 eftir) Snæfellingar eru að halda sínu í þessari framlengingu og gera fá mistök. Magni með þrist og reyndar Helgi Jónas líka. Ekki búiið enn.2. framlenging: Grindavík - Snæfell 83-90 (3:40 eftir) Snæfellingar búnir að keyra upp að körfunni og setja niður tvö skot og þrjú víti þar að auki. Búnir að taka öll fráköst í vörninni þar að auki. Snæfellingar í lykilstöðu.1. framlengingu lokið: Grindavík - Snæfell 83-83Wagner fékk boltann, keyrði hálfa leið inn í teig og náði þokkalegu skoti. Boltinn dansaði á hringnum og af. Önnur framlenging fer senn af stað.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 83-83 (0:03 eftir) Snæfell skildi eftir sex sekúndur á klukkunni eftir að skotklukkan rann út hjá þeim. Nick Bradford tróð auðveldlega í sókninni og jafnaði metin. Þrjár og hálf sekúnda eftir og Snæfell með boltann á miðlínu.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 81-83 (0:20 eftir) Hlynur fær endalausan tíma og setur niður þrist. Hirðir svo frákast í vörninni. Hann er að tryggja þetta.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 81-80 (1:10 eftir) Menn klikka á öllum skotum. Þar til að Hlynur minnkar þetta í eitt stig.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 81-78 (3:00 eftir) Brenton setur niður þrist. Hann var með tvö stig í leiknum fyrir það. Snæfell minnkar í eitt stig en Grindavík eykur muninn aftur í þrjú.4. leikhluta lokið: Grindavík - Snæfell 76-76 Helgi Jónas setur fyrra skotið niður. Hefði getað tryggt sínum mönnum sigurinn en klikkar. Framlenging. Þvílíkur endir á annars alveg skelfilegum leik eins og hann var fyrstu þrjá leikhlutina.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 75-76 (0:04 eftir) Helgi Jónas setur niður tvö víti af þremur. Brotið á Magna og nú hittir hann. Gríðarlega mikilvægt. En viti menn. Þorleifur setur niður þrist. Háspennuleikur. Þvílík dramatík. Magni fær villu á sig fyrir að ýta frá sér og Grindavík fer á vítalínuna. Tvö skot.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 70-74 (0:09 eftir) Þorleifur setur niður bæði vítin. Brotið strax á Nonna Mæju en hann klikkar á báðum sínum. Arnar Freyr keyrir í sókn og setur niður skot. Brotið svo á Magna og hann klikkar á báðum sínum vítum. Snæfell nær hins vegar frákastinu og Sigurður Þorvaldsson setur niður skot. Níu sekúndur eftir og brotið á Helga Jónasi í þristi. Hann fær þrjú vítaskot en leikhlé tekið fyrst.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 66-72 (0:31 eftir) Þorleifur setur tvö víti niður en fimm sekúndur dæmar á Nonna Mæju. Helgi Jónas setur niður þrist en Sigurður svarar fyrir Snæfell. Grindavík í sókn og fer á vítalínuna.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 61-69 (1:00 eftir) Snæfell tekur langar sóknir og Grindavík nýtir ekki skotin sín. Það hefur lítið breyst og þetta er að spilast upp í hendurnar á heimamönnum.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 61-69 (1:48 eftir) Helgi Jónas klikkaði á þristi og Snæfell gat leyft sér að taka langa sókn sem ekkert kom úr. Dýrt samt fyrir heimamenn.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 61-69 (2:51 eftir) Brenton stal boltanum af Nonna Mæju og tróð boltanum í kjölfarið. Vonarglæta fyrir Grindavík.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 59-69 (3:05 eftir) Grindvíkingar eru að renna út á tíma. Þeir hafa ekki efni á að klikka á einu einasta skoti héðan í frá.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 56-67 (4:50 eftir) Helgi Jónas með annan þrist en þá svarar Nonni Mæju með þristi fyrir gestina. Hann hefur átt stórleik og skorað sextán stig til þessa.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 53-64 Fjórði þristurinn í röð. Nú Björn Brynjólfsson fyrir Grindavík og svo setur Davíð Hermannsson niður skot. Munurinn orðinn ellefu stig og Snæfellingar taka leikhlé. Skyldu Grindvíkingar loksins vera komnir í gang?4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 48-64 Furðuverkin gerast enn. Þrír þristar í röð. Fyrst Arnar Freyr fyrir Grindavík en Snæfellingar svara með tveimur þristum á móti - Magni og Nonni Mæju. Afar svekkjandi fyrir heimamenn og þeir taka leikhlé. Sjö og hálf mínúta eftir.3. leikhluta lokið: Grindavík - Snæfell 43-56 Loksins! Helgi Jónas með þrist og það tók Grindavík rétt tæpa þrjá leikhluta að ná að bæta stigafjöldann úr fyrsta leikhlutanum í fyrsta leiknum er Grindavík skoraði 42 stig. Tveimur áhorfendum boðið í borgarskot. Þeir hitta ekki og það kemur ekkert sérstaklega á óvart miðáð við árangur leikmannanna sjálfra.3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 40-56 Ja, hérna. Páll Kristinsson með galopið skot af 4-5 metra færi og hittir ekki einu sinni hringinn. Hvað er eiginilega að gerast í þessum blessaða leik???3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 38-54 Örlítið um hittnina í dag. Grindavík er með betri (!) nýtingu í 2ja stiga skotunum en hefur aðeins sett niður einn þrist úr átján tilraunum. Snæfell hefur þó sett niður fjóra þrista. 3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 34-48 Leikmenn eru að hitta skelfilega í þessum leik. Það er ótrúlegt að Grindavík sem hefur allar sínar stórskyttur skuli ekki búnir að vera skora meira en 34 stig eftir tæpar 24 mínútna leik. Því bjóst enginn við. Enn og aftur mistekst Snæfellingum að nota tækifærið og stinga endanlega af í þessum leik. Leikhlé og borgarskotið fræga. Guðmundur Bragason, sá mikli Grindvíkingur, setti þetta "auðveldlega" niður.3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 30-46 Nonni Mæju byrjar þetta af krafti í síðari hálfleik og setur niður þrist. Grindavík hefur tapað boltanum í fyrstu tveimur sóknunum sínum.Hálfleikur: Grindavík - Snæfell 30-43 Skelfilegur fyrri hálfleikur hjá Grindavík að baki. Snæfellingar hafa haldið sínu striki og miðað við frammistöðu heimaliðsins ætti forysta þeirra að vera stærri. Þeir fá ekki oft svona tækifæri og þetta gætið komið í bakið á þeim í síðari hálfleik.Til samanburðar má nefna að Grindavík skoraði 42 stig í fyrsta leikhluta í fyrsta leiknum en þá var einnig leikið í röstinni. Það er því gríðarlega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Bradford er enn með tólf stig og átta fráköst og spilaði ekkert síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Ekki heldur Brenton Birmingham sem er stigalaus. Þorleifur Ólafsson er með sex og Guðlaugur Eyjólfsson fimm. Hjá Snæfelli er Hlynur með tíu, Nonni Mæju og Sigurður með sjö hvor og Atli með sex.2. leikhluti: Grindavík - Snæfell 23-34 Níu stig hjá Snæfelli í röð. Fyrst Nonni Mæju og svo Sigurður með þrist. Atli blakar því næst ofan í og Hlynur setur svo niður skot.Grindavík tekur leikhlé enda nákvæmlega ekkert að gerast hjá heimamönnum. Það er engu líkara en að þeir vilji fara í Hólminn á þriðjudaginn. Það er reyndar alltaf gaman að koma í Hólminn. 2. leikhluti: Grindavík - Snæfell 23-25 Grindavík að hitta illa og Snæfellingar eru enn með forystuna. Bradford þó búinn að vera heitur og er kominn með tólf stig og átta fráköst. Aðrir eru ekki að gera mikið hjá Grindavík.2. leikhluti: Grindavík - Snæfell 21-23 Nick Bradford kemur Grindavík strax yfir en Jón Ólafur svarar með þristi.1. leikhluta lokið: Grindavík - Snæfell 19-20 Vörnin small hjá Grindavík þessar síðustu mínútur í fyrsta leikhlutanum og heimamönnum tókst í kjölfarið að minnka muninn jafnt og þétt. Guðlaugur Eyjólfsson lauk svo leikhlutanum með því að setja niður þrist á lokasekúndunum. Munurinn því eitt stig.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 12-19 Allt annað að sjá til Grindavíkur nú. Snæfellingar halda þó forystunni enn sem komið er.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 2-12 Nú er Sigurður líka kominn með fjögur stig og Grindvíkingar eru hreinlega ekki mættir til leiks í dag. Þeir eru bara sofandi og Friðrik reynir að vekja þá í leikhlénu sem hann tók.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 2-10Þetta lítur ekki vel út. Hlynur fékk örlítið högg í síðuna frá Páli Kristinssyni og hneig niður í gólfið. Það var ekkert ólöglegt við þetta en Hlynur er greinilega afar slæmur fyrir.Þetta eru hins vegar einu stig Grindavíkur í leiknum til þessa. Hlynur er með fjögur stig og Atli líka.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 0-6 Hörkubyrjun hjá gestunum og greinilegt að þeir eru mættir til að láta til sín taka í Grindavík.15.10 Hlynur með en Páll Axel ekkiPáll Axel Vilbergsson verður ekki með Grindvíkingum í dag og sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stöð 2 Sport rétt í þessu að það væri óvitað hvort tímabilið væri búið hjá honum eða hvort hann gæti verið með í næsta leik.Fjarvera Páls Axels hefur þó ekki haft mikil áhrif á frammistöðu Grindavíkur enda liðið unnið báða leiki sína án hans.Hlynur Bæringsson fékk hörkuskell á síðuna í lok síðasta leiks en hann harkar það af sér og verður með í dag.15.05 Velkomin til leiksVísir heilsar hér á þessum kalda laugardegi. Í Röstinni fer senn að hefjast leikur Grindavíkur og Snæfells þar sem það er að duga eða drepast fyrir Snæfellinga. Flóknara er það ekki.Forvitnilegt verður að sjá hvaða áhrif brottvikning Slobodan Subasic úr liði Snæfells hefur áhrif á liðið. Subasic hefur verið skelfilegur í úrslitakeppninni en engu að síður hefur Snæfell færri leikmenn í sínum röðum. Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira
Snæfell vann í dag sigur á Grindavík, 104-97, í tvíframlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Þar með minnkaði forysta Grindavíkur í rimmunni í 2-1 og liðin mætast í fjórða leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn. Grindavík lék skelfilega fyrstu þrjá leikhlutana í dag og skoraði ekki nema 43 stig fyrstu 30 mínúturnar. Snæfellingar voru ekki að spila mikið betur og mistókst að nýta sér þau fjölmörgu tækifæri sem þeir fengu til að stinga af. Það kom svo á daginn að Grindavík fór að hitta í fjórða leikhluta og átti möguleika á að tryggja sér sigurinn í blálokin. Svo fór ekki og þurfti því að framlengja leikinn. Í annarri framlengingu náðu gestirnir að síga aftur fram úr og tryggja sér þar með dýrmætan sigur. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan.Leik lokið: Grindavík - Snæfell 97-104 Síiðustu sekúndurnar líða og Snæfellingar standast pressuna á vítalínunni. Sigurður Þorvaldsson skoraði 23 stig, Hlynur Bæringsson 21 (17 fráköst), Jón Ólafur Jónsson 20 og Magni Hafsteinsson sautján. Lucious Wagner með tólf. Hjá Grindvaík var Helgi Jónas Guðfinsson með 22 stig, Nick Bradford 21 (20 fráköst), Þorleifur Ólafsson 15 og Arnar Freyr 10 (10 stoðsendingar)2. framlenging: Grindavík - Snæfell 94-102 (0:25 eftir) Grindvíkingar minnka þetta í fimm af vítalínunni en Wagner fær að keyra upp að körfunni og eykur muninn aftur í sjö. Svo er brotið á Magna og hann fer á vítalínuna. Setur annað niður. Þetta er búið.2. framlenging: Grindavík - Snæfell 90-97 (1:18 eftir) Björn Brynjólfsson setur niður þrist og minnkar muninn í fimm stig. Snæfell svarar hinum megin. Tíminn er að hlaupa frá heimamönnum.2. framlenging: Grindavík - Snæfell 87-95 (1:57 eftir) Snæfellingar eru að halda sínu í þessari framlengingu og gera fá mistök. Magni með þrist og reyndar Helgi Jónas líka. Ekki búiið enn.2. framlenging: Grindavík - Snæfell 83-90 (3:40 eftir) Snæfellingar búnir að keyra upp að körfunni og setja niður tvö skot og þrjú víti þar að auki. Búnir að taka öll fráköst í vörninni þar að auki. Snæfellingar í lykilstöðu.1. framlengingu lokið: Grindavík - Snæfell 83-83Wagner fékk boltann, keyrði hálfa leið inn í teig og náði þokkalegu skoti. Boltinn dansaði á hringnum og af. Önnur framlenging fer senn af stað.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 83-83 (0:03 eftir) Snæfell skildi eftir sex sekúndur á klukkunni eftir að skotklukkan rann út hjá þeim. Nick Bradford tróð auðveldlega í sókninni og jafnaði metin. Þrjár og hálf sekúnda eftir og Snæfell með boltann á miðlínu.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 81-83 (0:20 eftir) Hlynur fær endalausan tíma og setur niður þrist. Hirðir svo frákast í vörninni. Hann er að tryggja þetta.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 81-80 (1:10 eftir) Menn klikka á öllum skotum. Þar til að Hlynur minnkar þetta í eitt stig.1. framlenging: Grindavík - Snæfell 81-78 (3:00 eftir) Brenton setur niður þrist. Hann var með tvö stig í leiknum fyrir það. Snæfell minnkar í eitt stig en Grindavík eykur muninn aftur í þrjú.4. leikhluta lokið: Grindavík - Snæfell 76-76 Helgi Jónas setur fyrra skotið niður. Hefði getað tryggt sínum mönnum sigurinn en klikkar. Framlenging. Þvílíkur endir á annars alveg skelfilegum leik eins og hann var fyrstu þrjá leikhlutina.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 75-76 (0:04 eftir) Helgi Jónas setur niður tvö víti af þremur. Brotið á Magna og nú hittir hann. Gríðarlega mikilvægt. En viti menn. Þorleifur setur niður þrist. Háspennuleikur. Þvílík dramatík. Magni fær villu á sig fyrir að ýta frá sér og Grindavík fer á vítalínuna. Tvö skot.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 70-74 (0:09 eftir) Þorleifur setur niður bæði vítin. Brotið strax á Nonna Mæju en hann klikkar á báðum sínum. Arnar Freyr keyrir í sókn og setur niður skot. Brotið svo á Magna og hann klikkar á báðum sínum vítum. Snæfell nær hins vegar frákastinu og Sigurður Þorvaldsson setur niður skot. Níu sekúndur eftir og brotið á Helga Jónasi í þristi. Hann fær þrjú vítaskot en leikhlé tekið fyrst.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 66-72 (0:31 eftir) Þorleifur setur tvö víti niður en fimm sekúndur dæmar á Nonna Mæju. Helgi Jónas setur niður þrist en Sigurður svarar fyrir Snæfell. Grindavík í sókn og fer á vítalínuna.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 61-69 (1:00 eftir) Snæfell tekur langar sóknir og Grindavík nýtir ekki skotin sín. Það hefur lítið breyst og þetta er að spilast upp í hendurnar á heimamönnum.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 61-69 (1:48 eftir) Helgi Jónas klikkaði á þristi og Snæfell gat leyft sér að taka langa sókn sem ekkert kom úr. Dýrt samt fyrir heimamenn.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 61-69 (2:51 eftir) Brenton stal boltanum af Nonna Mæju og tróð boltanum í kjölfarið. Vonarglæta fyrir Grindavík.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 59-69 (3:05 eftir) Grindvíkingar eru að renna út á tíma. Þeir hafa ekki efni á að klikka á einu einasta skoti héðan í frá.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 56-67 (4:50 eftir) Helgi Jónas með annan þrist en þá svarar Nonni Mæju með þristi fyrir gestina. Hann hefur átt stórleik og skorað sextán stig til þessa.4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 53-64 Fjórði þristurinn í röð. Nú Björn Brynjólfsson fyrir Grindavík og svo setur Davíð Hermannsson niður skot. Munurinn orðinn ellefu stig og Snæfellingar taka leikhlé. Skyldu Grindvíkingar loksins vera komnir í gang?4. leikhluti: Grindavík - Snæfell 48-64 Furðuverkin gerast enn. Þrír þristar í röð. Fyrst Arnar Freyr fyrir Grindavík en Snæfellingar svara með tveimur þristum á móti - Magni og Nonni Mæju. Afar svekkjandi fyrir heimamenn og þeir taka leikhlé. Sjö og hálf mínúta eftir.3. leikhluta lokið: Grindavík - Snæfell 43-56 Loksins! Helgi Jónas með þrist og það tók Grindavík rétt tæpa þrjá leikhluta að ná að bæta stigafjöldann úr fyrsta leikhlutanum í fyrsta leiknum er Grindavík skoraði 42 stig. Tveimur áhorfendum boðið í borgarskot. Þeir hitta ekki og það kemur ekkert sérstaklega á óvart miðáð við árangur leikmannanna sjálfra.3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 40-56 Ja, hérna. Páll Kristinsson með galopið skot af 4-5 metra færi og hittir ekki einu sinni hringinn. Hvað er eiginilega að gerast í þessum blessaða leik???3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 38-54 Örlítið um hittnina í dag. Grindavík er með betri (!) nýtingu í 2ja stiga skotunum en hefur aðeins sett niður einn þrist úr átján tilraunum. Snæfell hefur þó sett niður fjóra þrista. 3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 34-48 Leikmenn eru að hitta skelfilega í þessum leik. Það er ótrúlegt að Grindavík sem hefur allar sínar stórskyttur skuli ekki búnir að vera skora meira en 34 stig eftir tæpar 24 mínútna leik. Því bjóst enginn við. Enn og aftur mistekst Snæfellingum að nota tækifærið og stinga endanlega af í þessum leik. Leikhlé og borgarskotið fræga. Guðmundur Bragason, sá mikli Grindvíkingur, setti þetta "auðveldlega" niður.3. leikhluti: Grindavík - Snæfell 30-46 Nonni Mæju byrjar þetta af krafti í síðari hálfleik og setur niður þrist. Grindavík hefur tapað boltanum í fyrstu tveimur sóknunum sínum.Hálfleikur: Grindavík - Snæfell 30-43 Skelfilegur fyrri hálfleikur hjá Grindavík að baki. Snæfellingar hafa haldið sínu striki og miðað við frammistöðu heimaliðsins ætti forysta þeirra að vera stærri. Þeir fá ekki oft svona tækifæri og þetta gætið komið í bakið á þeim í síðari hálfleik.Til samanburðar má nefna að Grindavík skoraði 42 stig í fyrsta leikhluta í fyrsta leiknum en þá var einnig leikið í röstinni. Það er því gríðarlega mikill munur á þessum tveimur leikjum. Bradford er enn með tólf stig og átta fráköst og spilaði ekkert síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik. Ekki heldur Brenton Birmingham sem er stigalaus. Þorleifur Ólafsson er með sex og Guðlaugur Eyjólfsson fimm. Hjá Snæfelli er Hlynur með tíu, Nonni Mæju og Sigurður með sjö hvor og Atli með sex.2. leikhluti: Grindavík - Snæfell 23-34 Níu stig hjá Snæfelli í röð. Fyrst Nonni Mæju og svo Sigurður með þrist. Atli blakar því næst ofan í og Hlynur setur svo niður skot.Grindavík tekur leikhlé enda nákvæmlega ekkert að gerast hjá heimamönnum. Það er engu líkara en að þeir vilji fara í Hólminn á þriðjudaginn. Það er reyndar alltaf gaman að koma í Hólminn. 2. leikhluti: Grindavík - Snæfell 23-25 Grindavík að hitta illa og Snæfellingar eru enn með forystuna. Bradford þó búinn að vera heitur og er kominn með tólf stig og átta fráköst. Aðrir eru ekki að gera mikið hjá Grindavík.2. leikhluti: Grindavík - Snæfell 21-23 Nick Bradford kemur Grindavík strax yfir en Jón Ólafur svarar með þristi.1. leikhluta lokið: Grindavík - Snæfell 19-20 Vörnin small hjá Grindavík þessar síðustu mínútur í fyrsta leikhlutanum og heimamönnum tókst í kjölfarið að minnka muninn jafnt og þétt. Guðlaugur Eyjólfsson lauk svo leikhlutanum með því að setja niður þrist á lokasekúndunum. Munurinn því eitt stig.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 12-19 Allt annað að sjá til Grindavíkur nú. Snæfellingar halda þó forystunni enn sem komið er.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 2-12 Nú er Sigurður líka kominn með fjögur stig og Grindvíkingar eru hreinlega ekki mættir til leiks í dag. Þeir eru bara sofandi og Friðrik reynir að vekja þá í leikhlénu sem hann tók.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 2-10Þetta lítur ekki vel út. Hlynur fékk örlítið högg í síðuna frá Páli Kristinssyni og hneig niður í gólfið. Það var ekkert ólöglegt við þetta en Hlynur er greinilega afar slæmur fyrir.Þetta eru hins vegar einu stig Grindavíkur í leiknum til þessa. Hlynur er með fjögur stig og Atli líka.1. leikhluti: Grindavík - Snæfell 0-6 Hörkubyrjun hjá gestunum og greinilegt að þeir eru mættir til að láta til sín taka í Grindavík.15.10 Hlynur með en Páll Axel ekkiPáll Axel Vilbergsson verður ekki með Grindvíkingum í dag og sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Stöð 2 Sport rétt í þessu að það væri óvitað hvort tímabilið væri búið hjá honum eða hvort hann gæti verið með í næsta leik.Fjarvera Páls Axels hefur þó ekki haft mikil áhrif á frammistöðu Grindavíkur enda liðið unnið báða leiki sína án hans.Hlynur Bæringsson fékk hörkuskell á síðuna í lok síðasta leiks en hann harkar það af sér og verður með í dag.15.05 Velkomin til leiksVísir heilsar hér á þessum kalda laugardegi. Í Röstinni fer senn að hefjast leikur Grindavíkur og Snæfells þar sem það er að duga eða drepast fyrir Snæfellinga. Flóknara er það ekki.Forvitnilegt verður að sjá hvaða áhrif brottvikning Slobodan Subasic úr liði Snæfells hefur áhrif á liðið. Subasic hefur verið skelfilegur í úrslitakeppninni en engu að síður hefur Snæfell færri leikmenn í sínum röðum.
Dominos-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Real Madrid | Lendir Real í enn meiri vandræðum? Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Keflavík | Stórleikur í Ólafssal „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Sjá meira