Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti 29. janúar 2009 11:03 Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. Mynd/GVA Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira
Bankastjórn Seðlabankans vildi lækka stýrivexti í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti hins vegar til að vöxtum yrði haldið óbreyttum í 18 prósentum að sinni vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. Þetta kemur fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnar Seðlabankans í Peningamálum, sem birt var á vef bankans í dag. Í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar er tæpt á stöðu mála. Þá segir að frá því síðasta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti var kynnt og bankinn birti spár sérfræðinga sinna í byrjun nóvember í fyrra hafi ýmsir þætti efnahagsmála skýrst, þótt óvissa sé eðli málsins samkvæmt enn afar mikil. Bankinn segir að þrátt fyrir aðgerðir sé raungengið enn mjög lágt og langt undir sögulegu meðaltali þrátt fyrir tíu prósenta styrkingu síðasta hálfa mánuðinn. Það er undir væntingum bankans. Þá segir að samfara vaxandi afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd séu forsendur fyrir umtalsverðri gengishækkun. Á móti vegi að viðskiptakjör hafi versnað nokkuð, á sumum sviðum verulega þar sem hagvöxtur hafi almennt dregist saman í viðskiptalöndum Íslands. Bankinn segir svo virðast sem verðbólga hafi nú náð hámarki og reiknar með að hún muni gefa hratt eftir í ár. Verði hún komin nálægt 2,5 prósentum að ári. Bankastjórnin taldi að með hjaðnandi verðbólgu muni gefast færi á að lækka stýrivexti töluvert hratt án þess að stefna markmiðlum bankans í gengis- og verðlagsmálum í tvísýnu. Afstaðan var kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framkvæmdastjóri sjóðsins hvatt hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum, meðal annars vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum. „Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum," líkt og segir í stefnuyfirlýsingunni. Peningamál
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Sjá meira