Umfjöllun: Norðmenn stálu stigi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:15 Alexander Peterson. Mynd/Pjetur Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur
Íslenski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira