Umfjöllun: Norðmenn stálu stigi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:15 Alexander Peterson. Mynd/Pjetur Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Norðmönnum, 34-34, í leik liðanna í undankeppni Evrópumótsins í Austurríki í dag. Norðmenn skoruðu tvö síðustu mörkin og má segja að Ísland hafi tapað stigi því liðið var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru til leiksloka og tveimur yfir þegar rúm mínúta var eftir. Ísland hóf leikinn betur og komst í 3-1 og var með yfirhöndina allan leikinn. Mest munaði fimm mörkum á liðunum í fyrri hálfleik, 16-11, en Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 17-13. Norðmenn náðu að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og var fimm mörkum yfir þegar tíu mínútur voru eftir, 30-25. Þetta forskot náði íslenska liðið ekki að verja og þarf því að sigra Makedóníu á miðvikudaginn 17. júní í Laugardalshöllinni til að tryggja sér farseðilinn til Austurríkis en Ísland er í efsta sæti riðilsins með 10 stig, líkt og Norðmenn, þremur stigum á undan Makedóníu þegar tvær umferðir eru óleiknar. Ísland lék mjög góða vörn framan af leiknum í dag og var markvarsla Björgvins Páls Gústavssonar mjög góð í fyrri hálfleik. Það sama var ekki uppi á teningnum í síðari hálfleik þegar varnarleikurinn var mun slakari. Sóknarleikur Íslands gekk að mestu vel en aðeins sex leikmenn skoruðu öll 34 mörk Íslands og var farið að draga af leikmönnum í lokin. Ekkert mark kom af línunni en flest mörk Íslands komu úr hægri skyttunni þar sem Alexander Peterson og Heiðmar Felixson fóru mikinn. Heiðmar spilaði ekki margar mínútur en hann náði engu að síður að skora sex mörk. Sigurbergur Sveinsson stóð sig mjög vel í fyrsta sinn í byrjunarliði í alvöru landsleik og skoraði sjö mörk en gerði sig sekan um mistök í síðustu sókn Íslands þegar Ísland var marki yfir sem rekja má til reynsluleysis. Leiki Ísland af sama krafti gegn Makedóníu á miðvikudaginn er enginn spurning um að liðið muni fagna sigri. Norðmenn eru með sterkara lið en Makedónía sem þó má ekki vanmeta en ljóst að farseðillinn til Austurríkis er í seilingar fjarlægð. Tölfræðin: Ísland - Noregur 34-34 (17-13) Mörk Íslands: Alexander Peterson 10 (17), Sigurbergur Sveinsson 7 (11), Heiðmar Felixsson 6 (6), Guðjón Valur Sigurðsson 5/2 (6/2), Snorri Steinn Guðjónsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Ragnar Óskarsson (1),Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15 (37/2 40,5%), Hreiðar Leví Guðmundsson 4 (15 26,7%)Hraðaupphlaup: 6 (Þórir 2, Alexander 2, Sigurbergur, Guðjón)Fiskuð víti: 2 (Róbert 2)Utan vallar: 12 mínúturMörk Noregs: Erlend Mamelund 13, Havard Tvedten 7/2, Frank Löke 4, Lars Erik Björnsen 4, Vegard Samdahl 3, Andre Jörgensen 2, Einar Sand Koren 1,Varin skot: Steinar Ege 14Hraðaupphlaup: 9Fiskuð víti: 2Utan vallar: 10 mínútur
Íslenski handboltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira