Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem hæst ber slagur KR og Grindavíkur í DHL-höllinni í Vesturbænum.
Þá tekur Keflavík á móti Snæfelli í Toyota-höllinni í Keflavík og Hamar og Tindastóll mætast í íþróttahúsi Hveragerðis.
KR og Grindavík mættust eins og kunnugt er í rosalegri úrslitarimmu á síðasta tímabili þar sem KR-ingar höfðu betur 3-2 og hömpuðu fyrir vikið Íslandsmeistaratitlinum.
Það verður því væntanleg hart barist í kvöld en KR er enn taplaust í deildinni og hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en Grindvík tapaði fyrsta leik sínum í deildinni á dögunum þegar Njarðvík kom í heimsókn.
Allir þrír leikir kvöldsins hefjast kl. 19.15.
Leikir kvöldsins:
KR-Grindavík
Hamar-Tindastóll
Keflavík-Snæfell