Flutningskostnaður hækkaður Einar K. Guðfinnsson skrifar 23. nóvember 2009 03:15 Ríkisstjórnin kann að forgangsraða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar. Það er illt að vita til þess að sá ágæti málstaður umhverfisvernd, skuli misnotaður af ríkisstjórn sem skirrist ekki við að leggja með sérstökum hætti byrðar á íbúa landsbyggðarinnar. En þetta kallar forsætisráðherrann að ríkisstjórnin sé að jafna byrðarnar af nýrri skattheimtu. Sem sagt breiðu bökin finna menn sérstaklega á landsbyggðinni. Þá vitum við það. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgð á þessari forgangsröðun. Það gera líka þingmenn hennar sem með samþykki sínu á skattatillögum ríkisstjórnarinnar eru eins konar ábyrgðarmenn málsins. Það á líka við um þingmenn ríkisstjórnarflokkanna á landsbyggðinni. Alls staðar nema hér er kolefnisskattlagning hugsuð til þess að leysa aðra skattlagningu af hólmi. Hér er hún viðbótarskattur, en hefur ekkert með umhverfismál að gera. Nema að búa til skálkaskjól fyrir ríkisstjórnina. Fórnarlömbin eru meðal annars ferðaþjónusta, sjávarútvegur, einstök fyrirtæki og landsbyggðin. Við vitum að eftir því sem vegakerfið hefur batnað hefur flutningskostnaður lækkað, þó flestir vildu sjá enn meiri árangur. Nýleg dæmi frá Vestfjörðum sýna þetta. Þar lækkaði flutningskostnaður með nýjum vegum og styttri leiðum. Nú ætlar ríkisstjórnin að strika það út sem áunnist hefur í þessum efnum, eftir áralanga baráttu; og það með einu pennastriki. Og á sama tíma boðar fjárlagafrumvarpið að engar – og ég segi og skrifa – alls engar nýjar nýframkvæmdir verði boðnar út í vegagerð á næsta ári. Það er ekki nóg með að þannig séu slegnar út af borðinu öll fyrirheit um vegabætur. Þessar ákvarðanir, hækkun skatta og útboðsstopp, slá kalda meira og minna alla verktakastarfsemi út um landsins byggðir. Einyrkjarnir, dugnaðarforkarnir, sem áratugum saman hafa kannski byggt upp fyrirtæki sín, sjá nú afrakstur erfiðis síns að engu verða. Og það vegna meðvitaðrar stjórnarstefnunnar. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kann að forgangsraða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar. Það er illt að vita til þess að sá ágæti málstaður umhverfisvernd, skuli misnotaður af ríkisstjórn sem skirrist ekki við að leggja með sérstökum hætti byrðar á íbúa landsbyggðarinnar. En þetta kallar forsætisráðherrann að ríkisstjórnin sé að jafna byrðarnar af nýrri skattheimtu. Sem sagt breiðu bökin finna menn sérstaklega á landsbyggðinni. Þá vitum við það. En ríkisstjórnin ber ekki ein ábyrgð á þessari forgangsröðun. Það gera líka þingmenn hennar sem með samþykki sínu á skattatillögum ríkisstjórnarinnar eru eins konar ábyrgðarmenn málsins. Það á líka við um þingmenn ríkisstjórnarflokkanna á landsbyggðinni. Alls staðar nema hér er kolefnisskattlagning hugsuð til þess að leysa aðra skattlagningu af hólmi. Hér er hún viðbótarskattur, en hefur ekkert með umhverfismál að gera. Nema að búa til skálkaskjól fyrir ríkisstjórnina. Fórnarlömbin eru meðal annars ferðaþjónusta, sjávarútvegur, einstök fyrirtæki og landsbyggðin. Við vitum að eftir því sem vegakerfið hefur batnað hefur flutningskostnaður lækkað, þó flestir vildu sjá enn meiri árangur. Nýleg dæmi frá Vestfjörðum sýna þetta. Þar lækkaði flutningskostnaður með nýjum vegum og styttri leiðum. Nú ætlar ríkisstjórnin að strika það út sem áunnist hefur í þessum efnum, eftir áralanga baráttu; og það með einu pennastriki. Og á sama tíma boðar fjárlagafrumvarpið að engar – og ég segi og skrifa – alls engar nýjar nýframkvæmdir verði boðnar út í vegagerð á næsta ári. Það er ekki nóg með að þannig séu slegnar út af borðinu öll fyrirheit um vegabætur. Þessar ákvarðanir, hækkun skatta og útboðsstopp, slá kalda meira og minna alla verktakastarfsemi út um landsins byggðir. Einyrkjarnir, dugnaðarforkarnir, sem áratugum saman hafa kannski byggt upp fyrirtæki sín, sjá nú afrakstur erfiðis síns að engu verða. Og það vegna meðvitaðrar stjórnarstefnunnar. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar