Stærsta hagkerfi Evrópu að rétta úr kútnum Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. ágúst 2009 10:11 Mynd/AP Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Innkaupavísitala framkvæmdastjóra (e. purchasing managers index) hefur tekið mikið stökk í ágúst en hún mælist nú 54,2 en var 49 í júlí. Slíkt stökk á innkaupum framkvæmdastjóranna þykir sérfræðingum afar óvænt en ánægjuleg tíðindi. Vöxt vísitölunnar má rekja til þjónustugeirans þar sem atvinnuleysi dróst saman og velta jókst. Tíðindin þykja skýr merki um að hagkerfi meginlands Evrópu, það er að segja evrusvæðisins, hafi tekið forskot á Bandaríkin og Bretland í viðleitni sinni við endurreisn efnahagslífsins segir í grein Financial Times í dag. Annað stærsta hagkerfi Evrópu, Frakkland, hefur einnig sýnt fram á mikil batamerki. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku komu Þjóðverjar og Frakkar hagfræðingum í opna skjöldu með því að tilkynna um 0,3% aukningu í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir frá þessum mikilvægu hagkerfum virðast aðrar Evrópuþjóðir standa þeim töluvert að baki, þar má meðal annars nefna Spán og Ítalíu þar sem landsframleiðsla hélt áfram að lækka umtalsvert á öðrum ársfjórðungi. Innkaupavísitala evrusvæðisins (e. eurozone composite purchasing managers' index) jókst úr 47 í júlí og í 50 nú í ágúst. Það bendir því margt til þess að hagkerfi evrusvæðisins séu í heild sinni að rétta úr kútnum. Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þýskaland, stærsta hagkerfi Evrópu, virðist vera að ná tökum á efnahagsniðursveiflunni samkvæmt nýlegri könnun sem sýnir fram á mjög mikla veltuaukningu einkageirans þar í landi. Hefur veltan í einkageiranum í Þýskalandi ekki aukist jafn hratt í einum mánuði síðan í maí á síðasta ári. Innkaupavísitala framkvæmdastjóra (e. purchasing managers index) hefur tekið mikið stökk í ágúst en hún mælist nú 54,2 en var 49 í júlí. Slíkt stökk á innkaupum framkvæmdastjóranna þykir sérfræðingum afar óvænt en ánægjuleg tíðindi. Vöxt vísitölunnar má rekja til þjónustugeirans þar sem atvinnuleysi dróst saman og velta jókst. Tíðindin þykja skýr merki um að hagkerfi meginlands Evrópu, það er að segja evrusvæðisins, hafi tekið forskot á Bandaríkin og Bretland í viðleitni sinni við endurreisn efnahagslífsins segir í grein Financial Times í dag. Annað stærsta hagkerfi Evrópu, Frakkland, hefur einnig sýnt fram á mikil batamerki. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku komu Þjóðverjar og Frakkar hagfræðingum í opna skjöldu með því að tilkynna um 0,3% aukningu í landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir frá þessum mikilvægu hagkerfum virðast aðrar Evrópuþjóðir standa þeim töluvert að baki, þar má meðal annars nefna Spán og Ítalíu þar sem landsframleiðsla hélt áfram að lækka umtalsvert á öðrum ársfjórðungi. Innkaupavísitala evrusvæðisins (e. eurozone composite purchasing managers' index) jókst úr 47 í júlí og í 50 nú í ágúst. Það bendir því margt til þess að hagkerfi evrusvæðisins séu í heild sinni að rétta úr kútnum.
Tengdar fréttir Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57 Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðinsins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. 13. ágúst 2009 10:57