SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi 30. október 2009 08:56 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að þessi þróun komi í framhaldi af heimsókn manna frá SFO til Íslands nýlega. Hópurinn sem kom til Íslands hefur lokið við skýrslu um förina og verður henni dreift innanhús hjá SFO í næstu viku en ákvörðun um fyrrgreinda rannsókn hefur enn ekki verið tekin. Chris Ronnie, fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og fyrrum forstjóri JJ Sports, er þegar til rannsóknar hjá SFO og raunar fjögurra annarra opinberra stofnana í Bretlandi. Þar á meðal er breska samkeppniseftirlitið og skattyfirvöld. Beinist rannsóknin m.a. að markaðsmisnotkun og flutning Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Mike Ashley eigandi Newcastle og Sports Direct tengist rannsókn breska samkeppniseftirlits á JJB Sports en en íþróttaverslunarkeðjur er að ræða og beinist rannsóknin að því hvort þær hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaðinum. Í frétt Daily Mail segir að Ashley hafi verið innistæðueigandi hjá Kaupþingi en SFO sé nú að skoða hvort hann hafi einnig fengið lán hjá Kaupþingi og hvort Ronnie hafi fengið hluta af þeim lánum. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista, er meðal þeirra sem fengu risalán hjá Kaupþingi með litlum veðum. Blaðið nefnir sem dæmi að Kaupþing lánaði Tchenguiz 1,25 milljarð punda eða yfir 250 milljarða kr. til kaupa á hlutum í matvörukeðjunni Sainsbury´s og kráarkeðjunni Mitchells & Butlers. Á sama tíma var sat hann í stjórn stærsta eigenda bankans, það er Exista. „Það er ekki gefið í skyn að fólkið sem er nafngreint hér hafi framið lögbrot," segir í Daily Mail. Robert Tchenguiz neitaði að tjá sig um málið við Daily Mail. Talsmaður Mike Ashley segir að drífa eigi í rannsókninni og því fyrr því betra. Lögmaður Chris Ronnie segir að fréttin sýni að engin glæparannsókn sé í gangi hjá SFO gagnvart skjólstæðingi sínum. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að þessi þróun komi í framhaldi af heimsókn manna frá SFO til Íslands nýlega. Hópurinn sem kom til Íslands hefur lokið við skýrslu um förina og verður henni dreift innanhús hjá SFO í næstu viku en ákvörðun um fyrrgreinda rannsókn hefur enn ekki verið tekin. Chris Ronnie, fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og fyrrum forstjóri JJ Sports, er þegar til rannsóknar hjá SFO og raunar fjögurra annarra opinberra stofnana í Bretlandi. Þar á meðal er breska samkeppniseftirlitið og skattyfirvöld. Beinist rannsóknin m.a. að markaðsmisnotkun og flutning Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Mike Ashley eigandi Newcastle og Sports Direct tengist rannsókn breska samkeppniseftirlits á JJB Sports en en íþróttaverslunarkeðjur er að ræða og beinist rannsóknin að því hvort þær hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaðinum. Í frétt Daily Mail segir að Ashley hafi verið innistæðueigandi hjá Kaupþingi en SFO sé nú að skoða hvort hann hafi einnig fengið lán hjá Kaupþingi og hvort Ronnie hafi fengið hluta af þeim lánum. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista, er meðal þeirra sem fengu risalán hjá Kaupþingi með litlum veðum. Blaðið nefnir sem dæmi að Kaupþing lánaði Tchenguiz 1,25 milljarð punda eða yfir 250 milljarða kr. til kaupa á hlutum í matvörukeðjunni Sainsbury´s og kráarkeðjunni Mitchells & Butlers. Á sama tíma var sat hann í stjórn stærsta eigenda bankans, það er Exista. „Það er ekki gefið í skyn að fólkið sem er nafngreint hér hafi framið lögbrot," segir í Daily Mail. Robert Tchenguiz neitaði að tjá sig um málið við Daily Mail. Talsmaður Mike Ashley segir að drífa eigi í rannsókninni og því fyrr því betra. Lögmaður Chris Ronnie segir að fréttin sýni að engin glæparannsókn sé í gangi hjá SFO gagnvart skjólstæðingi sínum.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira