Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands 23. janúar 2009 10:56 „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga. Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
„Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga.
Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent