Borgarísjakinn sem sökkti Íslandi á leið til Bretlands 23. janúar 2009 10:56 „Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
„Hlutir í félaginu Gordon Brown (Titanic) Enterprises Ltd eru í frjálsu falli eftir því sem skuldirnar aukast og björgunarbátar atvinnumiðlana fyllast. Dekkið er fullt af bankamönnum á flótta frá City (eða Reykjavik-on-Times). Sumir segja að borgarísjakinn sem sökkti Íslandi sé á leiðinni hingað tilbúin að sökkva okkur með eitruðum skuldum sem liggja undir vatnsyfirborðinu." Svona hefst grein dálkahöfundarins Camilla Cavendish hjá breska blaðinu The Times en fyrirsögn greinarinnar er „Björgunarskip Brown er á leiðinni í strand". Cavendish telur líkur á að Bretland þurfi að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og yrði það ekki í fyrsta sinn í sögunni. En það sem kemur Cavendish verulega á óvart er hversu lík örlög Íslands og Bretlands eru í fjármálakreppunni. Ísland féll þar sem skuldasöfnunin fór langt fram úr getu landsins til að endurgreiða skuldirnar. Skuldir heimila á Íslandi eru nú 200% af landsframleiðslu landsins. Í Bretlandi er þetta hlutfall komið í 170%. Efnahagsreikningur íslensku bankanna var orðin margföld landsframleiðslan og skuldir þeirra námu sexfaldri landsframleiðslu. Efnahagsreikningur bresku bankanna er nú á við þrefalda landsframleiðslu landsins. Cavendish segir að eignir bresku bankanna séu ekki verðlausar nema síður sé. En tap geri fjárfesta óttaslegan. Og í vikunni tilkynnti Royal Bank of Scotland um stærsta tap í sögu breskra fyrirtækja. Illvíg hringekja sé komin í gang. Breska pundið fellur og þar með fer skuldastaðan versnandi. Og þar sem skuldastaðan versnar falla hlutir í bönkunum í verði. „En Bretland er ekki Ísland. Ísland er á stærð við Coventry. Bretland er fimmta stærsta hagkerfi heimsins. Og pundið er enn gjaldmiðill sem fólk vill kaupa þrátt fyrir aðgerðir spákaupmanna," segir Cavendish og tekur fram að hið eina sem getur í raun fellt Bretland sé ofsahræðsla.Og því er undarlegt að Gordon Brown virðist vera að spila fjármálakreppuna eins og hann spilar allt annað, það er með skammtíma pólitíska hagsmuni í huga.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira