Lengsta sigurganga Utah Jazz í áratug - Boston tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2009 08:57 Deron Williams lék vel í sigri Utah á Houston. Mynd/GettyImages Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Deron Williams var með 25 stig og 9 stoðsendingar í 109-101 sigri Utah á Toronto en hann var einn fimm leikmönnum liðsins með 18 stig eða fleiri. Hinir voru Kyle Korver (20 stig), Mehmet Okur (19 stig, 11 fráköst), Paul Millsap (18 stig, 11 fráköst) og Andrei Kirilenko (18 stig). Utah vann síðast ellefu leiki í röð í apríl 1999 en liðið er nú búið að vinna átta leiki í röð á móti Raptors. Chris Bosh var með 30 stig og 10 fráköst hjá Toronto. Orlando Magic nálgaðist efstu lið Austurdeildarinnar með sjö stiga útisigri, 86-79, á Boston Celtics en liðið var samt nærri því búið að kasta frá sér 22 stiga forustu. Dwight Howard var með 18 stig og 15 fráköst hjá Orlando og setti niður mikilvæg víti í lokin. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston en hann skoraði 17 af 32 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið er nú bara tveimur sigrum á eftir Boston og þremur sigrum á eftir toppliði Cleveland. Tony Parker er sjóðandi heitur þessa daganna og hann braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði 30 stig í 103 sigri San Antonio Spurs á Phoenix Suns. Tim Duncan var með 17 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en hjá Phoenix var Steve Nash með 23 stig og 11 stoðsendingar. Eftir marga nauma ósigra vann New Jersey Nets loksins jafnan leik þegar liðið vann nágranna sína í New York Knicks 106-101 í nótt. Devin Harris var með 35 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Nets vaer búið að tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með þriggja (New Orleans og Orlando) og fjögurra (Boston) stiga mun. David Lee var með 19 stig og 14 fráköst hjá Knicks. Yao Ming var með 24 stig og 17 fráköst í 93-83 sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Þetta var tólfti heimasigur Houston í röð. Oklahoma Thunder vann 89-74 sigur á Philadelphia 76ers en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum án stjörnuleikmanns síns Kevin Durant sem er meiddur á ökkla. Nenad Krstic skoraði 20 stig fyrir Thunder. Kevin Martin átti flottan leik fyrir Sacramento Kings sem vann 114-106 sigur á Denver Nuggets. Martin var með 26 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Andres Nocioni er að koma sér vel fyrir í Sacramento og var með 23 stig. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Denver með 32 stig. NBA Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira
Sigurganga Utah Jazz hélt áfram í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann sinn ellefta leik í röð. Meistararnir í Boston Celtics þurftu hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli á móti Orlando Magic. Deron Williams var með 25 stig og 9 stoðsendingar í 109-101 sigri Utah á Toronto en hann var einn fimm leikmönnum liðsins með 18 stig eða fleiri. Hinir voru Kyle Korver (20 stig), Mehmet Okur (19 stig, 11 fráköst), Paul Millsap (18 stig, 11 fráköst) og Andrei Kirilenko (18 stig). Utah vann síðast ellefu leiki í röð í apríl 1999 en liðið er nú búið að vinna átta leiki í röð á móti Raptors. Chris Bosh var með 30 stig og 10 fráköst hjá Toronto. Orlando Magic nálgaðist efstu lið Austurdeildarinnar með sjö stiga útisigri, 86-79, á Boston Celtics en liðið var samt nærri því búið að kasta frá sér 22 stiga forustu. Dwight Howard var með 18 stig og 15 fráköst hjá Orlando og setti niður mikilvæg víti í lokin. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston en hann skoraði 17 af 32 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Þetta var fjórði sigur Orlando í röð og liðið er nú bara tveimur sigrum á eftir Boston og þremur sigrum á eftir toppliði Cleveland. Tony Parker er sjóðandi heitur þessa daganna og hann braut 30 stiga múrinn í fjórða sinn í síðustu sjö leikjum þegar hann skoraði 30 stig í 103 sigri San Antonio Spurs á Phoenix Suns. Tim Duncan var með 17 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en hjá Phoenix var Steve Nash með 23 stig og 11 stoðsendingar. Eftir marga nauma ósigra vann New Jersey Nets loksins jafnan leik þegar liðið vann nágranna sína í New York Knicks 106-101 í nótt. Devin Harris var með 35 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Nets vaer búið að tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum með þriggja (New Orleans og Orlando) og fjögurra (Boston) stiga mun. David Lee var með 19 stig og 14 fráköst hjá Knicks. Yao Ming var með 24 stig og 17 fráköst í 93-83 sigri Houston Rockets á Memphis Grizzlies. Þetta var tólfti heimasigur Houston í röð. Oklahoma Thunder vann 89-74 sigur á Philadelphia 76ers en þetta var fjórði sigur liðsins í fimm leikjum án stjörnuleikmanns síns Kevin Durant sem er meiddur á ökkla. Nenad Krstic skoraði 20 stig fyrir Thunder. Kevin Martin átti flottan leik fyrir Sacramento Kings sem vann 114-106 sigur á Denver Nuggets. Martin var með 26 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar. Andres Nocioni er að koma sér vel fyrir í Sacramento og var með 23 stig. Carmelo Anthony var stigahæstur hjá Denver með 32 stig.
NBA Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Keflavík - KR | Gestirnir verið í veseni ÍR - Álftanes | Blæs nýliðinn lífi í gestina? Valur - Njarðvík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Tindastóll - ÍA | Erfitt verkefni nýliðanna Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Sjá meira