Deutsche Bank skilar yfir 200 milljarða hagnaði 28. apríl 2009 10:36 Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra. Þrátt fyrir þetta uppgjör lækkuðu hlutir í Deutsche Bank um tæp 8% í kauphöllinni í Frankfurt en þess ber að geta að hlutirnir höfðu hækkað um 46% frá áramótum og þar til í dag. Lækkunin er talin stafa af áhyggjur manna af lánasafni bankans en bankinn setti milljarð evra inn á afskriftareikning sinn til að mæta hugsanlegum töpum á næstunni. Helsta ástæðan á bakvið hagnað Deutsche Bank það sem af er ári er metsala á skuldabréfum og því að töluvert hefur rýmkast til á lánsfjármörkuðum heimsins. Þá hefur stjórn bankans beðið forstjóra sinn, Ackermann, að sitja áfram í stöðunni fram til 2013 en hann þykir hafa staðið sig vel í starfinu í fjármálakreppunni. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Deutsche Bank, stærsti banki Þýskalands, skilaði mjög góðu uppgjöri á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaðurinn reyndist tæplega 1,2 milljarður evra eða rúmlega 200 milljarðar kr. Á sama tímabili fyrir ári síðan var tap á rekstri bankans upp á 131 milljón evra. Þrátt fyrir þetta uppgjör lækkuðu hlutir í Deutsche Bank um tæp 8% í kauphöllinni í Frankfurt en þess ber að geta að hlutirnir höfðu hækkað um 46% frá áramótum og þar til í dag. Lækkunin er talin stafa af áhyggjur manna af lánasafni bankans en bankinn setti milljarð evra inn á afskriftareikning sinn til að mæta hugsanlegum töpum á næstunni. Helsta ástæðan á bakvið hagnað Deutsche Bank það sem af er ári er metsala á skuldabréfum og því að töluvert hefur rýmkast til á lánsfjármörkuðum heimsins. Þá hefur stjórn bankans beðið forstjóra sinn, Ackermann, að sitja áfram í stöðunni fram til 2013 en hann þykir hafa staðið sig vel í starfinu í fjármálakreppunni.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira