Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew 17. nóvember 2009 09:50 Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta". Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stoðir vilja fá mann í stjórn Royal Unibrew næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur í krafti 16% eignarhlutar síns í fyrirtækinu. Það vill svo til að ein staða stjórnarmanns er ómönnuð í augnablikinu.Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Júlíusi Þorfinnsyni fjölmiðlafulltrúa Stoða að það sé „ekki ósennilegt“ að Stoðir muni sækjast eftir þessu stjórnarsæti.Fram kom á hluthafafundi í Royal Unibrew í gærdag, þar sem hlutafjárauking hjá bruggverksmiðjunum var til umræðu, að framvegis yrði hlustað meir á óskir stórra hluthafa um samsetninguna á stjórn Royal Unibrew. Þetta sagði stjórnarformaðurinn, Steen Weirsöe, í ræðu sinni.Fundurinn samþykkti hlutafjáraukningu og munu hlutir í Royal Unibrew tvöfaldast upp í 11,2 milljónir. Þessi hlutafjáraukning á að skila fyrirtækinu 420 milljónum danskra kr. í nýju fjármagni fyrir árslok.Fram kemur í frétt börsen.dk að Stoðir hafi haft efasemdir um hlutafjáraukninguna og hvort skynsamlegt væri að fara í hana. Aukningin er tilkomin vegna þrýstings frá Danske Bank og Nordea helstu lánadrottna Royal Unibrew. Fyrirtækið skuldar þessum bönkum meirihlutann af um 2 milljarða danskra kr. lánum sínum.Stoðum snérist hinsvegar hugur þegar ljóst var á fundinum að hlutafjáraukningin yrði helmingi minni en áður stóð til, það er 5,6 milljón hlutir í stað „upp að 12 milljónum nýrra hluta".
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira