Hnefaleikar kvenna verða á dagskránni á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Alþjóða ólympíunefndin tók þá ákvörðun í dag.
Fram að þessari ákvörðun voru hnefaleikar eina ólympíuíþróttin sem aðeins karlar gátu keppt í.
Konur munu keppa í þremur þyngdarflokkum í London og einn þyngdarflokkur var felldur niður hjá körlunum svo það væri pláss fyrir konurnar.