Handboltamarkvörðurinn Friðrik Þór Sigmarsson hefur gengið til liðs við Val frá ÍBV. Friðrik er sonur Sigmars Þrastar Óskarssonar sem var í hópi bestu markvarða landsins á sínum tíma.
Friðrik Þór er tvítugur og talinn meðal efnilegustu markvarða landsins.
Pálmar Pétursson og Ólafur Haukur Gíslason vörðu mark Vals síðasta vetur. Pálmar er farinn í FH og Ólafur er að öllum líkindum á leið til Noregs þar sem hann mun ganga til liðs við Haugaland.