Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fernu í 10-0 sigri Blikastúlkna á Keflavík í Pepsi-deild kvenna í kvöld og Lauifey Ólafsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í sínum fyrsta leik síðan 2005.
Breiðablik vann 10-0 stórsigur á Keflavík á Kópavogsvelli. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði fernu í leiknum Sandra Sif Magnúsdóttir var með þrennu, Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk og Fanndís Friðriksdóttir skoraði eitt mark.
Valur heldur áfram toppsætinu eftir 5-0 sigur á GRV í xcxxx. Rakel Logadóttir og Laufey Ólafsdóttir skoruðu báðar tvö mörk og fimmta markið gerði Kristín Ýr Bjarnadóttir.
Laufey lék þarna sinn fyrsta leik síðan að hún lagði skónna á hilluna í lok ársins 2005. Hún kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútunum í leiknum.
Björk Gunnarsdóttir skoraði öll þrjú mörk Stjörnunnar í 3-0 sigri á ÍR í Mjódd. Stjarnan er áfram með jafnmörg stig og Breiðablik en hefur lakari markatölu.