Gjaldeyrishöft hjá fleiri löndum en Íslandi 22. maí 2009 10:40 Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft. Í samantekt hjá Reuters um málið eru Rússland og Kazakhstan nefnd sem dæmi þar sem gjaldeyrishöft yrðu hugsanlega tekin upp í náinni framtíð. Og umræða hefur farið fram í þeim Evrópulöndum sem hafa orðið hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Löndum á borð við baltnesku löndin og austur evrópsku löndin Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu. Bæði Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og seðlabankastjóri landsins hafa sagt opinberlega að þeir séu á móti gjaldeyrishöftum þrátt fyrir að margir embættismenn vilji nota þau til að styðja við gengi rúblunnar. Gjaldeyrishöft voru við lýði áður í Rússlandi en þau voru afnumin árið 2006. Samkvæmt Reuters eru áköll um gjaldeyrishöft einkum talin vera óbein gagnrýni á fjármálaráðherra landsins, Alexei Kudrin en hinsvegar er ekki útilokað að Rússar muni til að grípa til þeirra ef þrýstingur á rúbluna eykst enn frekar en orðið er. Á þingi Kazakhstan er nú til umræðu nýtt frumvarp um að taka upp gjaldeyrishöft. Hinsvegar hefur seðlabankastjóri landsins sagt að þau séu óþörf eftir að gengi gjaldmiðils landsins féll um 18% gagnvart dollaranum í febrúar s.l. Hvað varðar lönd sem eru innan Evrópubandalagsins eða eru með gjaldmiðla sína tengda evrunni er talið mjög ólíklegt að þar verði gjaldeyrishöftum komið á. Enda myndi slíkt tefja fyrir upptöku evrunnar í viðkomandi löndum. Það eru hinsvegar til neyðarákvæði í samningum ESB um að setja megi á gjaldeyrishöft við mjög óeðlilegar aðstæður og þá um stuttan tíma undir eftirliti OECD og ESB. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft. Í samantekt hjá Reuters um málið eru Rússland og Kazakhstan nefnd sem dæmi þar sem gjaldeyrishöft yrðu hugsanlega tekin upp í náinni framtíð. Og umræða hefur farið fram í þeim Evrópulöndum sem hafa orðið hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Löndum á borð við baltnesku löndin og austur evrópsku löndin Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu. Bæði Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og seðlabankastjóri landsins hafa sagt opinberlega að þeir séu á móti gjaldeyrishöftum þrátt fyrir að margir embættismenn vilji nota þau til að styðja við gengi rúblunnar. Gjaldeyrishöft voru við lýði áður í Rússlandi en þau voru afnumin árið 2006. Samkvæmt Reuters eru áköll um gjaldeyrishöft einkum talin vera óbein gagnrýni á fjármálaráðherra landsins, Alexei Kudrin en hinsvegar er ekki útilokað að Rússar muni til að grípa til þeirra ef þrýstingur á rúbluna eykst enn frekar en orðið er. Á þingi Kazakhstan er nú til umræðu nýtt frumvarp um að taka upp gjaldeyrishöft. Hinsvegar hefur seðlabankastjóri landsins sagt að þau séu óþörf eftir að gengi gjaldmiðils landsins féll um 18% gagnvart dollaranum í febrúar s.l. Hvað varðar lönd sem eru innan Evrópubandalagsins eða eru með gjaldmiðla sína tengda evrunni er talið mjög ólíklegt að þar verði gjaldeyrishöftum komið á. Enda myndi slíkt tefja fyrir upptöku evrunnar í viðkomandi löndum. Það eru hinsvegar til neyðarákvæði í samningum ESB um að setja megi á gjaldeyrishöft við mjög óeðlilegar aðstæður og þá um stuttan tíma undir eftirliti OECD og ESB.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira