Gjaldeyrishöft hjá fleiri löndum en Íslandi 22. maí 2009 10:40 Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft. Í samantekt hjá Reuters um málið eru Rússland og Kazakhstan nefnd sem dæmi þar sem gjaldeyrishöft yrðu hugsanlega tekin upp í náinni framtíð. Og umræða hefur farið fram í þeim Evrópulöndum sem hafa orðið hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Löndum á borð við baltnesku löndin og austur evrópsku löndin Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu. Bæði Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og seðlabankastjóri landsins hafa sagt opinberlega að þeir séu á móti gjaldeyrishöftum þrátt fyrir að margir embættismenn vilji nota þau til að styðja við gengi rúblunnar. Gjaldeyrishöft voru við lýði áður í Rússlandi en þau voru afnumin árið 2006. Samkvæmt Reuters eru áköll um gjaldeyrishöft einkum talin vera óbein gagnrýni á fjármálaráðherra landsins, Alexei Kudrin en hinsvegar er ekki útilokað að Rússar muni til að grípa til þeirra ef þrýstingur á rúbluna eykst enn frekar en orðið er. Á þingi Kazakhstan er nú til umræðu nýtt frumvarp um að taka upp gjaldeyrishöft. Hinsvegar hefur seðlabankastjóri landsins sagt að þau séu óþörf eftir að gengi gjaldmiðils landsins féll um 18% gagnvart dollaranum í febrúar s.l. Hvað varðar lönd sem eru innan Evrópubandalagsins eða eru með gjaldmiðla sína tengda evrunni er talið mjög ólíklegt að þar verði gjaldeyrishöftum komið á. Enda myndi slíkt tefja fyrir upptöku evrunnar í viðkomandi löndum. Það eru hinsvegar til neyðarákvæði í samningum ESB um að setja megi á gjaldeyrishöft við mjög óeðlilegar aðstæður og þá um stuttan tíma undir eftirliti OECD og ESB. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gjaldeyrishöft eru við lýði hjá fleiri löndum en Íslandi. Þau eru einnig til staðar í Nígeríu og Úkraníu. Og nokkur lönd til viðbótar eru að íhuga gjaldeyrishöft. Í samantekt hjá Reuters um málið eru Rússland og Kazakhstan nefnd sem dæmi þar sem gjaldeyrishöft yrðu hugsanlega tekin upp í náinni framtíð. Og umræða hefur farið fram í þeim Evrópulöndum sem hafa orðið hvað harðast úti í fjármálakreppunni. Löndum á borð við baltnesku löndin og austur evrópsku löndin Ungverjaland, Pólland og Rúmeníu. Bæði Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands og seðlabankastjóri landsins hafa sagt opinberlega að þeir séu á móti gjaldeyrishöftum þrátt fyrir að margir embættismenn vilji nota þau til að styðja við gengi rúblunnar. Gjaldeyrishöft voru við lýði áður í Rússlandi en þau voru afnumin árið 2006. Samkvæmt Reuters eru áköll um gjaldeyrishöft einkum talin vera óbein gagnrýni á fjármálaráðherra landsins, Alexei Kudrin en hinsvegar er ekki útilokað að Rússar muni til að grípa til þeirra ef þrýstingur á rúbluna eykst enn frekar en orðið er. Á þingi Kazakhstan er nú til umræðu nýtt frumvarp um að taka upp gjaldeyrishöft. Hinsvegar hefur seðlabankastjóri landsins sagt að þau séu óþörf eftir að gengi gjaldmiðils landsins féll um 18% gagnvart dollaranum í febrúar s.l. Hvað varðar lönd sem eru innan Evrópubandalagsins eða eru með gjaldmiðla sína tengda evrunni er talið mjög ólíklegt að þar verði gjaldeyrishöftum komið á. Enda myndi slíkt tefja fyrir upptöku evrunnar í viðkomandi löndum. Það eru hinsvegar til neyðarákvæði í samningum ESB um að setja megi á gjaldeyrishöft við mjög óeðlilegar aðstæður og þá um stuttan tíma undir eftirliti OECD og ESB.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira