Öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla er lokið. Fram var eina stigalausa liðið í deildinni fyrir kvöldið en Framarar fengu sín fyrstu stig í kvöld.
Þeir lögðu HK á heimavelli, 33-24. Valur vann stórsigur á Stjörnunni, 25-37, og svo lagði Akureyri lið Gróttu á Nesinu.
Nánar verður fjallað um leik Fram og HK og Gróttu og Akureyrar síðar í kvöld.