Viðskipti erlent

Saxo Bank í Danmörku eignast Etrade

Saxo Bank í Danmörku hefur tekið yfir rekstur verðbréfamiðlunarinnar Etrade á Norðurlöndunum þar með talið á Íslandi. Í frétt á Jyllands Posten um málið segir að þar með aukist fjármagnsveltan hjá Saxo Bank um 5 milljarða danskra kr. eða tæplega 125 milljarða kr. Um 50.000 viðskiptareikningar bætast við hjá Saxo Bank.

Fyrir utan starfsemi á Íslandi er Etrade með viðskipti í Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Eistlandi, Lettlandi og Litháen.

Í tilkynningu fram Saxo Bank segir að yfirtakan á Etrade sé liður í langtímaáætlunum bankans um vöxt og ætlunin sé að útvíkka starfsemi viðskiptanetsins SaxoTrader.

Etrade hefur starfað hérlendis í gegnum Landsbankann. Á heimsíðu Landsbankans segir: „E*TRADE er verðbréfavefur þar sem viðskiptavinum gefst tækifæri að eiga milliliðalaus viðskipti á netinu á verðbréfamörkuðum í Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Landsbankinn býður upp á þessa þjónustu í samstarfi við E*TRADE Bank Danmark."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×