Bradford: Engar afsakanir 25. janúar 2009 08:45 Nick Bradford í leik með Keflavík á árum áður "Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana." Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
"Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana."
Dominos-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Haukar | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira