Bradford: Engar afsakanir 25. janúar 2009 08:45 Nick Bradford í leik með Keflavík á árum áður "Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana." Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
"Mig langar að óska KR til hamingju með sigurinn í dag. Liðið var vel að sigrinum komið og var betri aðilinn í þessum leik - það er ekki spurning," sagði auðmjúkur Nick Bradford hjá Grindavík eftir tapið gegn KR í bikarnum í gær. Bradford átti skínandi leik fyrir þá gulu í ljósi þess að þetta var aðeins þriðji leikur hans með liðinu síðan hann kom til landsins fyrir skömmu. "Ég er rétt að komast inn í hlutina og venjast félögum mínum í liðinu. Ég er mjög bjartsýnn á að við eigum eftir að veita þeim harða keppni þegar líður að vori," sagði þessi skemmtilegi leikmaður sem skoraði 27 stig og var stigahæsti maður vallarins. Við spurðum hann út í KR-liðið. "KR-liðið er fínt varnarlið, hitti vel og er augljóslega með sjálfstraustið í botni eftir þessa miklu sigurgöngu. Liðið á heiður skilinn fyrir góðan leik í dag - við höfum engar afsakanir." Bradford lék í tvö ár með Keflavík fyrir nokkrum árum og varð þá meistari bæði árin. Við spurðum hann hvernig honum litist á að spila nokkuð ólíkt hlutverk með Grindvíkingum að þessu sinni. "Hérna verður mér ef til vill falið að sinna meiri varnarskyldu. Ég gerði það kannski ekki nógu vel í dag, en ég þarf að reyna að komast meira inn í sendingar og vera duglegri að frákasta. Ég ætla að reyna að gefa félögum mínum sjálfstraust og drífa þá áfram. Það þýðir ekkert að hengja haus yfir þessu tapi, við verðum að horfa fram á við," sagði þessi litríki leikmaður. Bradford kemur til með að spila stöðu miðherja af og til með liði Grindavíkur sem er ríkt af skyttum og reynir oftar en ekki að keyra upp hraðann. Við spurðum Bradford hvort hann hefði reynslu af að spila miðherjastöðuna. "Raunar ekki. Kannski eitthvað aðeins í háskóla þegar stóru mennirnir voru meiddir. Það er mér mikil áskorun og ég er tilbúinn að takast á við hana."
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira