Nær 140.000 danskar fjölskyldur eru tæknilega gjaldþrota 27. apríl 2009 10:47 Sökum þess hve fasteignaverð hefur lækkað mikið eru nær 140.000 danskar fjölskyldur nú tæknilega gjaldþrota. Þetta kemur fram á vefsíðunni dinepenge.dk. Þessar fjölskyldur eiga það sameiginlegt að hafa fjárfest í nýjum íbúðum/húsum þegar fasteignaverðið náði hámarki í Danmörku árin 2006 og 2007. Umfjöllun vefsíðunnar byggir á útreikningum sem greiningardeild Sydbank gerði fyrir viðskiptasíðu Berlinske Tidende. Yfirmaður greiningardeildarinnar, Christian Hilligsöe segir að það hafi orðið mikil fjölgun í þessum hópi frá áramótum. „Á fyrsta ársfjórðungi ársins hafa um 40.000 fjölskyldur orðið gjaldþrota," segir Hillingsöe. „Það er þær geta ekki lengur selt húsnæði sitt á því verði sem það var keypt á. Þetta er mesti fjöldi sem sést hefur um áratugaskeið." Hvað einstaka landshluta Danmerkur varðar er vandamálið stærst á höfuðborgarsvæðinu en um 30.000 af fyrrgreindum fjölskyldum búa í Kaupmannahöfn. Ástandið er mun betra á landsbyggðinni. Nefnt er að sárafáar af þessum fjölskyldum búa á Norður-, Suður-, og Vestur-Jótlandi. Fram kemur í umfjöllun dinepenge.dk að stór hluti af framangreindri heild hafi keypt húsnæði á verði sem er 25% yfir núverandi markaðsverði þess. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sökum þess hve fasteignaverð hefur lækkað mikið eru nær 140.000 danskar fjölskyldur nú tæknilega gjaldþrota. Þetta kemur fram á vefsíðunni dinepenge.dk. Þessar fjölskyldur eiga það sameiginlegt að hafa fjárfest í nýjum íbúðum/húsum þegar fasteignaverðið náði hámarki í Danmörku árin 2006 og 2007. Umfjöllun vefsíðunnar byggir á útreikningum sem greiningardeild Sydbank gerði fyrir viðskiptasíðu Berlinske Tidende. Yfirmaður greiningardeildarinnar, Christian Hilligsöe segir að það hafi orðið mikil fjölgun í þessum hópi frá áramótum. „Á fyrsta ársfjórðungi ársins hafa um 40.000 fjölskyldur orðið gjaldþrota," segir Hillingsöe. „Það er þær geta ekki lengur selt húsnæði sitt á því verði sem það var keypt á. Þetta er mesti fjöldi sem sést hefur um áratugaskeið." Hvað einstaka landshluta Danmerkur varðar er vandamálið stærst á höfuðborgarsvæðinu en um 30.000 af fyrrgreindum fjölskyldum búa í Kaupmannahöfn. Ástandið er mun betra á landsbyggðinni. Nefnt er að sárafáar af þessum fjölskyldum búa á Norður-, Suður-, og Vestur-Jótlandi. Fram kemur í umfjöllun dinepenge.dk að stór hluti af framangreindri heild hafi keypt húsnæði á verði sem er 25% yfir núverandi markaðsverði þess.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira