Nær 140.000 danskar fjölskyldur eru tæknilega gjaldþrota 27. apríl 2009 10:47 Sökum þess hve fasteignaverð hefur lækkað mikið eru nær 140.000 danskar fjölskyldur nú tæknilega gjaldþrota. Þetta kemur fram á vefsíðunni dinepenge.dk. Þessar fjölskyldur eiga það sameiginlegt að hafa fjárfest í nýjum íbúðum/húsum þegar fasteignaverðið náði hámarki í Danmörku árin 2006 og 2007. Umfjöllun vefsíðunnar byggir á útreikningum sem greiningardeild Sydbank gerði fyrir viðskiptasíðu Berlinske Tidende. Yfirmaður greiningardeildarinnar, Christian Hilligsöe segir að það hafi orðið mikil fjölgun í þessum hópi frá áramótum. „Á fyrsta ársfjórðungi ársins hafa um 40.000 fjölskyldur orðið gjaldþrota," segir Hillingsöe. „Það er þær geta ekki lengur selt húsnæði sitt á því verði sem það var keypt á. Þetta er mesti fjöldi sem sést hefur um áratugaskeið." Hvað einstaka landshluta Danmerkur varðar er vandamálið stærst á höfuðborgarsvæðinu en um 30.000 af fyrrgreindum fjölskyldum búa í Kaupmannahöfn. Ástandið er mun betra á landsbyggðinni. Nefnt er að sárafáar af þessum fjölskyldum búa á Norður-, Suður-, og Vestur-Jótlandi. Fram kemur í umfjöllun dinepenge.dk að stór hluti af framangreindri heild hafi keypt húsnæði á verði sem er 25% yfir núverandi markaðsverði þess. Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sökum þess hve fasteignaverð hefur lækkað mikið eru nær 140.000 danskar fjölskyldur nú tæknilega gjaldþrota. Þetta kemur fram á vefsíðunni dinepenge.dk. Þessar fjölskyldur eiga það sameiginlegt að hafa fjárfest í nýjum íbúðum/húsum þegar fasteignaverðið náði hámarki í Danmörku árin 2006 og 2007. Umfjöllun vefsíðunnar byggir á útreikningum sem greiningardeild Sydbank gerði fyrir viðskiptasíðu Berlinske Tidende. Yfirmaður greiningardeildarinnar, Christian Hilligsöe segir að það hafi orðið mikil fjölgun í þessum hópi frá áramótum. „Á fyrsta ársfjórðungi ársins hafa um 40.000 fjölskyldur orðið gjaldþrota," segir Hillingsöe. „Það er þær geta ekki lengur selt húsnæði sitt á því verði sem það var keypt á. Þetta er mesti fjöldi sem sést hefur um áratugaskeið." Hvað einstaka landshluta Danmerkur varðar er vandamálið stærst á höfuðborgarsvæðinu en um 30.000 af fyrrgreindum fjölskyldum búa í Kaupmannahöfn. Ástandið er mun betra á landsbyggðinni. Nefnt er að sárafáar af þessum fjölskyldum búa á Norður-, Suður-, og Vestur-Jótlandi. Fram kemur í umfjöllun dinepenge.dk að stór hluti af framangreindri heild hafi keypt húsnæði á verði sem er 25% yfir núverandi markaðsverði þess.
Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira