Víða erlendis meiri samdráttur en í íslenska hagkerfinu 4. september 2009 11:11 Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í þeirri alþjóðlegu fjármálakreppu sem heimurinn hefur verið að takast á við undanfarið hafa ýmis önnur hagkerfi verið að dragast mun meira saman en hið íslenska. Má nefna að í Litháen var samdrátturinn 20,4% á öðrum ársfjórðungi þessa árs og 18,2% í Lettlandi. Þetta kemur fram í umfjöllun greiningar Íslandsbanka í Morgunkorni sínu. Þar segir ennfremur að 16,6% samdráttur var í Eistlandi, 9% samdráttur í Slóveníu og 8,8% samdráttur í Rúmeníu. Í ESB löndunum var 4,8% samdráttur á þessu tímabili, 3,9% samdráttur í Bandaríkjunum og 6,5% samdráttur í Japan. Samdráttur í landsframleiðslu á fyrri helmingi þessa árs var 5,5% samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Þetta er umtalsverður samdráttur og meiri en sést hefur hér á landi um árabil. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Tölurnar sem Hagstofan birti í morgun benda til þess að samdrátturinn í ár verði öllu minni en fyrstu hagspár ársins hljóðuðu upp á. Þannig spáði fjármálaráðuneytið því í janúar að samdrátturinn í landsframleiðslu í ár yrði 9,6% og á sama tíma spáði Seðlabankinn 9,9% samdrætti. Mikill samdráttur var kominn í bæði neyslu og fjárfestingu á seinni hluta síðastliðins árs og ólíklegt að sá samdráttur endurtaki sig í sama magni á seinni hluta þessa árs. Landsframleiðslan dróst saman um 4,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og líkt og áður sagði um 6,5% á öðrum ársfjórðungi. Líklegt er að niðurstaðan verði eitthvað í takti við nýjustu spá OECD fyrir Ísland sem spáir 7% samdrætti í ár.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira