Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Í Ásgarði í Garðabæ taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Keflavík en þessi lið drógust einmitt saman í 32-liða úrslitum Subwaybikarsins í dag.
Í Grafarvoginum tekur Fjölnir á móti Íslandsmeistarakandidötunum í Grindavík og í Smáranum sækir Snæfell lið Breiðabliks heim.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15.