Á hverja hlustar ríkisstjórnin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. desember 2009 06:00 Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun