Hitar upp með Hebba og Europe í græjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2009 15:15 Árni sést hér fyrir aftan Gunnar Magnússon, aðalþjálfara HK. Mynd/Anton „Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr. Olís-deild karla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira
„Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr.
Olís-deild karla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Sjá meira