Kauphallarsvindl eykst mikið í Kaupmannahöfn 17. júlí 2009 14:38 Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ýmiskonar svik og svindl með hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hafa aukist mikið á fyrsta helmingi þessa árs. Fjármálakreppunni er kennt um en bæði stjórnendur kauphallarinnar og fjármálaeftirlit Danmerkur vinna nú yfirvinnu til að halda aftur af þessari þróun. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt tölfræðilegum upplýsingum frá fjármálaeftirliti Danmerkur hefur eftirlitið meðhöndlað 47 mál tengd kauphallarglæpum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar voru þessi tilvik 73 talsins allt árið í fyrra og 45 talsins árið 2006. Mads Mathiassen skrifstofustjóri hjá fjármálaeftirlitinu segir að málafjöldinn sé áfram mikill í samanburði við fyrri ár. Þar að auki nefnir hann að þeim málum fari fjölgandi þar sem erlendir eftirlitsaðilar biðji danska fjármálaeftirlitið um aðstoð í málum sem snúast um grunsamleg kauphallarviðskipti. Það eru einkum mál sem tengjast markaðsmisnotkun sem hefur farið fjölgandi. Þau voru 19 talsins á fyrri helming ársins í ár m.v. 28 allt árið í fyrra. Af málunum í ár hefur sjö þeirra verið vísað til lögreglurannsóknar. Það kemur prófessor Jesper Lau Hansen sérfræðingi í kauphallarrétti við háskólann í Kaupmannahöfn ekki á óvart að aukning sé í tilvikum á markaðsmisnotkun þegar fjármálakreppa er í gangi. Fleiri rannsóknir hafi sýnt að bæði stjórnendur og almennir fjárfestar eigi erfitt með að viðurkenna tap. „Þegar illa gengur hjá fyrirtækjum og einstaklingum á fólk það til að fegra tölurnar og láta líta út fyrir að staðan sé ekki eins slæm og hún er í rauninni," segir prófessorinn.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira