Sex aðilar eiga 92 prósent breskra fjármálafyrirtækja Atli Steinn Guðmundsson skrifar 4. desember 2009 08:08 Skotlandsbanki er einn risanna sex. Níu af hverjum tíu bönkum og fjármálafyrirtækjum í Bretlandi eru í eigu sömu sex aðilanna. Örfáir breskir fjármálarisar eru að sölsa undir sig eignarhald nánast alls fjármálageirans þar í landi, ef marka má rannsókn aðstandenda vefsíðunnar moneysupermarket.com. Á aðeins þremur árum hafa sex stórfyrirtæki, sem áður áttu 59 prósent banka og fjármálafyrirtækja, eignast 92 prósent fyrirtækja í nefndum geira og þá er auðvitað ótalinn aragrúi fyrirtækja í eigu téðra fjármálafyrirtækja sem sinna annarri starfsemi en þeirri sem beinlínis tengist fjármálum. Risarnir sex eiga sér margir hverjir kunnugleg nöfn. Þetta eru Lloyds Banking Group, Skotlandsbanki, Barclays, Santander, Nationwide og risabankinn HSBC en skammstöfunin stendur fyrir Hong Kong and Shanghai Banking Corporation og reyndar er um breskt fyrirbæri að ræða þrátt fyrir nafnið. Kevin Mountford hjá Moneysupermarket segir þróunina vera skuggalega og nefnir sem dæmi að fimmtán stórverslanir í London, sem áður voru hver í eigu síns aðila, tilheyri nú allar einhverjum hinna stóru sex. Eins bendir hann á að fækkun fyrirtækja sé töluverð vegna þess að bankar hafi tekið þau yfir og lokað þeim. Fækkunin er úr 12.594 niður í 11.800 á þremur árum að hans sögn. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Níu af hverjum tíu bönkum og fjármálafyrirtækjum í Bretlandi eru í eigu sömu sex aðilanna. Örfáir breskir fjármálarisar eru að sölsa undir sig eignarhald nánast alls fjármálageirans þar í landi, ef marka má rannsókn aðstandenda vefsíðunnar moneysupermarket.com. Á aðeins þremur árum hafa sex stórfyrirtæki, sem áður áttu 59 prósent banka og fjármálafyrirtækja, eignast 92 prósent fyrirtækja í nefndum geira og þá er auðvitað ótalinn aragrúi fyrirtækja í eigu téðra fjármálafyrirtækja sem sinna annarri starfsemi en þeirri sem beinlínis tengist fjármálum. Risarnir sex eiga sér margir hverjir kunnugleg nöfn. Þetta eru Lloyds Banking Group, Skotlandsbanki, Barclays, Santander, Nationwide og risabankinn HSBC en skammstöfunin stendur fyrir Hong Kong and Shanghai Banking Corporation og reyndar er um breskt fyrirbæri að ræða þrátt fyrir nafnið. Kevin Mountford hjá Moneysupermarket segir þróunina vera skuggalega og nefnir sem dæmi að fimmtán stórverslanir í London, sem áður voru hver í eigu síns aðila, tilheyri nú allar einhverjum hinna stóru sex. Eins bendir hann á að fækkun fyrirtækja sé töluverð vegna þess að bankar hafi tekið þau yfir og lokað þeim. Fækkunin er úr 12.594 niður í 11.800 á þremur árum að hans sögn.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira