Íslendingar erlendis: Rúrik skaut OB á toppinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2009 11:00 Rúrik Gíslason í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Daníel Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum víða um Evrópu. Þar bar helst að Rúrik Gíslason skoraði annað marka OB í 2-0 sigri á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Rúrik lék allan leikinn í liði OB sem tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum. Esbjerg getur þó endurheimt toppsætið með sigri á AGF á morgun. Stefán Logi Magnússon náði ekki að koma í veg fyrir að Fredrikstad ynni mikilvægan sigur á Lilleström í botnbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Fredrikstad vann leikinn, 1-0, en Garðar Jóhannsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Fredrikstad skoraði sigurmark leiksins sex mínútum síðar. Stefán Logi Magnússon lék allan leikinn í marki Lilleström. Fredrikstad kom sér úr fallsæti með sigrinum en á engu að síður fyrir höndum erfiða baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Í Svíþjóð lagði Theodór Elmar Bjarnason upp eina mark IFK Gautaborgar er liðið tapaði fyrir Kalmar á útivelli, 2-1. Hann lék allan leikinn í liði Gautaborgar, rétt eins og Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson. Gautaborg mátti ekki við því að tapa þessum leik en liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 47 stig, rétt eins og AIK sem á nú leik til góða. Liðið mætir Djurgården á morgun. Kalmar er nú í þriðja sæti deildarinnar með 45 stig. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Falkirk sem gerði markalaust jafntefli við Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann var tekinn af velli á 61. mínútu. Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi Hearts sem vann 2-1 sigur á Hamilton en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hearts er í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Falkirk í því ellefta og næstneðsta með þrjú stig. Þá lék Bjarni Þór Viðarsson allan leikinn er Roeselare gerði 1-1 jafntefli við Genk í belgísku úrvalsdeildinni. Roeselare er enn án sigurs í deildinni en liðið er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig eftir níu leiki.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira